Umhverfisdagar í Ártúnsskóla

Allir dagar eru umhverfisdagar í Ártúnsskóla og í septembermánuði fara allir hópar Ártúnsskóla í grenndarskóg að hlúa að og njóta birkitrjánna í afmælislundi Ártúnsskóla. Nemendur tengja hófsemi í náttúrunni við listræna sköpun í tengslum við birkitrén. Geta má þess að við vorum svo heppin að tveir starfsmenn frá Útmörk hafa verið að saga og grisja tré meðfram göngustíg í grenndarskógi. Svo nú höfum við eldivið fyrir útieldun og trékubba til listsköpunar fyrir skólann.