Fréttir - umhverfismennt

Dagur umhverfisins 25. apríl - virðing

,,Allir dagar í Ártúnsskóla eru umhverfisdagar“

umhverfisdagur mai17Árið 1999 ákvað Ríkisstjórn Íslands að tileinka einn dag ár hvert, umhverfinu og varð 25. apríl fyrir valinu en þann dag fæddist Sveinn Pálsson norður í Skagafirði árið 1762. Hann stundaði nám í náttúrufræðum við Kaupmannahafnarháskólann árið 1791 fyrstur Íslendinga. Hann var fyrstur til þess að stunda skipulegar náttúrufræðirannsóknir hér á landi. 
Allir dagar í Ártúnsskóla eru umhverfisdagar, í tilefni umhverfisdags 25. apríl eða í sömu viku þá komum við saman, gerðum okkur glaðan dag og unnum margvísleg verkefni.
Í tilefni af 30 ára afmæli skólans fengu allir árgangar og deildir skólans birkiplöntu að gjöf sem þeir eru að hlúa að, rannsaka, mynda og búa til sköpunarverk út frá. Þessar plöntur munu svo prýða afmælisreit Ártúnsskóla í grenndarskógi. Nemendur tóku þátt í verkefninu,, Grænir fingur“ sáðu fræjum í mold og moltu sem spennandi verður að fylgjast með vaxa. Fóru út að fegra nánasta umhverfi skólans auk þess að hreinsa til í Grenndarskógi Ártúnsskóla og saga efnivið og grisja.

Útikennsla í stærðfræði

Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna með þrívíð form. Þeir tóku sig til og bjuggu formin til úr vír og blésu sápukúlur í frostinu. Öllum til mikillar skemmtunar og fróðleiks.

 

Nemendur í 5 - 7. bekk vinna gegn matarsóun

Á haustdögum var ákveðið að á skólaárinu yrði reynt að vinna gegn matarsóun í skólanum. Nemendur í 5. - 7. bekk, stjórn nemendafélagsins FUÁ og verkefnastjóri í umhverfismennt stóðu fyrir átaki gegn matarsóun í nóvember. Markmiðið var að sóa minna af mat og nýta hann betur.
Umræður og verkefnavinna fór fram um matarsóun. Hvatningarskilti um að borða það sem við setjum á diskinn og henda eins litlu og við getum voru búin til og hengd á veggi í matsalnum. 
Hver bekkur vigtaði matarafganga sína vikuna 28.nóvember – 2. desember. Gerð var samanburðartilraun vikuna 5. – 9. desember þar sem nemendur fengu að skammta sjálfir á diskana. Nemendur þvoðu hendur sínar inni í stofu áður en þau fóru fram í matsal. Þeir voru hvattir áfram til að smakka allar tegundir af mat sem í boði voru.
Nemendur og starfsfólk eru sammála um að verkefnið hafi tekist mjög vel og nemendur hentu mun minna af mat þegar þeir skömmtuðu sjálfir á diskana.
Bekkirnir hafa verið að skoða tölurnar hjá sér eins og undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að við í 7. bekk hendum að meðaltali á viku 5.930 g af mat sem kostar u.þ.b. 228.620 kr. á ári.  Það mætti kaupa m.a. þrjá Ipada air og einn minni Ipad fyrir þann pening. Það þýðir að á þeim 7 árum sem við í 7. bekk erum búin að vera í skólanum þá erum við búin að henda sem samsvarar einu bekkjarsetti í ruslið.

Förum vel með matinn! Setjum lítið í einu á diskinn okkar og förum fleiri ferðir.

Jól í skógi

endurskinsmerkiAllir bekkir eru að fara niður í Grenndarskóg Ártúnsskóla að leita að skínandi endurskinsstjörnum til að sýna okkur hversu vel endurskinsmerki lýsa í myrkri og hvetja okkur öll til að nota þau.
Við ætlum að fá okkur ljúffengt kakó og bragðgóðar, stökkar piparkökur við kertaljós og skemmtilegan sögulestur. Mjög mikilvægt er að allir komi með endurskinsmerki, vasaljós og klæddir í hlý föt þessa daga.

Það er flott að nota endurskinsmerki
Fulltrúar í umhverfisnefnd