Fréttir - umhverfismennt

Útikennsla og heilsuefling í Ártúnsskóla

uti 2018Nemendur í 6. BL skemmtu sér konunglega þegar þeir fóru í útinám í Grenndarskógi Ártúnsskóla með kennaranemum frá íþrótta- og heilsufræði Menntavísindasviðs undir leiðsögn kennara. Nemendur unnu í hópum við að leysa átta fjölbreyttar hreysti þrautir sem reyndu á samvinnu og hugsmíðahyggju. Þeir fengu bókstaf í hendurnar eftir hverja þraut sem myndaði orðið vellíðan sem er þema þessarar annar í Ártúnsskóla. Endað var á jákvæðum nótum með því að leika Refskák og fara í Hókípókí.

Við viljum sjást í myrkrinu

enduskinsmerki upplysingarNemendur í umhverfisnefnd og FUÁ vilja minna á mikilvægi endurskinsmerkja nú í skammdeginu. Börn á gangi án endurskinsmerkja sjást fyrst í um það bil 20 - 30 metra fjarlægð frá bíl sem ekur með lág ljós, en í um 125 metra fjarlægð ef þau eru með endurskinsmerki. Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett.

Góðar upplýsingar um notkun endurskinsmerkja má sjá hér á vef samgöngustofu. 

Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd 2018 - 2019

Tveir fulltrúar kosnir úr hverjum bekk í lýðræðislegri kosningu. Fundirnir byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni. Í grunnskóla eru fundir haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði og leikskóladeild a.m.k. einu sinni í mánuði. Hóparnir vinna ýmis verkefni þess á milli eða eins oft og þörf er á.

umhverfisnefnd 2018Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd 2018 - 2019
Fulltrúar frá leikskóladeild: Nói Ólafsson og Stefanía Rúnarsdóttir
1. LB María Rún Matthíasdóttir og Baldur Ernir Arnarson
2. ÞÓ Igor Adamczyk og Sigurlaug Jökulsdóttir
3. LH Anastasia Sóley Birgisdóttir, Ellert Orri Ínuson, Hjalti Örn Magnason
4. EH Sara Einarsdóttir, Sigvaldi Kaittisak Gunnarsson og Tristan Ernir Hjaltason
5. LR Aníta Máney Ólafsdóttir og Helga Katrín Grétarsdóttir
6. BL Aldís María Gylfadóttir, Hafdís María Einarsdóttir og Dagur Máni Viðarsson
7. GÓ Hugrún Daðadóttir og Ísabella Þóra Haraldsdóttir

Umhverfisdagur – litfagrir gleðigjafar

umhverfisdagur 1Ný umhverfisnefnd hefur tekið til starfa og haldið sinn fyrsta fund. Rætt var um hvað það þýðir að vera ,,Skóli á grænni grein“ og starf vetrarins. Ákveðið var að halda áfram með litfögru gleðigjafana – krókusana. Að þessu sinni eru þeir tileinkaðir þemanu okkar ,,VELLÍÐAN“. Í tilefni af ,,Degi íslenskrar náttúru“ og verkefninu ,,Hreinsum Ísland“ fóru nemendur því út og fegruðu umhverfi sitt, plokkuðu rusl við skólann og í grenndarskógi, settu niður krókusa fyrir framan skólastofurnar sem við ætlum svo að fylgjast með og hlúa að á skólaárinu.

Á haustdögum hefur veðurblíðan verið nýtt til útináms. Farið hefur verið í ferðir í nágrenni skólans, í grenndarskóg og lengri vettvangsferðir. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni sem tengjast hinum ýmsu námsgreinum eða hringekjum skólans og þemað okkar ,,Vellíðan“ hefur verið haft að leiðarljósi.