Fréttir - umhverfismennt

Eco road - gestir í heimsókn

Vikuna 23.-27. apríl voru erlendir gestir í heimsókn í skólanum. Þetta voru sjö kennarar frá samstarfsskólum okkar í EcoRoad verkefninu; Hönttamäen koulu í Oulu í Finnlandi, De Wereldreiziger í Antwerpen í Belgíu og St. Georges school í Clun í Englandi. Gestirnir fylgdust með kennslu, fóru með nemendum í þrautabraut í grenndarskógi og í heimsókn í rafstöðina við Elliðaárnar. Einnig var farið í skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun, Friðheima og Lava Centre á Hvolsvelli. Bæði gestir og heimafólk var ánægt með skemmtilega og lærdómsríka viku og nemendur stóðu sig mjög vel við að sýna gestunum vinnu sína og segja frá verkefnum.
EcoRoad verkefninu lýkur nú í vor og er það mat stýrihópanna að vel hafi tekist til og mikið áunnist í öllum þátttökuskólunum í málefnum sem snerta menntun og þróun til sjálfbærni.

Sing for the climate

Frá þrautabrautinni

Það var einstaklega gaman í grenndarskóginum okkar í vikunni þar sem allir árgangar grunnskólans og elstu nemendur leikskólans fóru í gegnum þrautabraut í skóginum. Þrautabrautin í ár var sett upp í tengslum við Dag umhverfisins og orku þema annarinnar. Að lokinni þrautabraut fóru hóparnir svo í slökun í anda núvitundar í náttúrunni.  Foreldrum var boðið að taka þátt og einhverjir áttu heimangengt til að koma og vera með okkur. Annars tala myndirnar sínu máli og segja meira en mörg orð. 

Hreyfibrautir og völundarhús

volundarhusÁ samveru í morgun kynntu fulltrúar úr umhverfisnefnd og FUÁ verkefni sem hefur verið í undirbúningi og fjallar um hreyfibrautir og völundarhús
og tengist þemanu orku. Allir nemendur skólans fá að nýta hugmyndaflug og sköpunarkraft sinn.
Markmiðið með verkefninu er að kanna hvernig orka tengist eðlisfræði. Kyrrstæðir hlutir verða settir á hreyfingu og
veltum við ýmsum lögmálum eðlisfræðinnar fyrir okkur. Við ætlum einnig að nýta það sem til er eða endurnýta hluti í þetta verkefni.

Fulltrúar í umhverfisnefnd og FUÁ

Orka - þema á vorönn

hreyfing 18Á vorönn 2018 verður unnið með þemað “ORKA”. Verkefni tengd orku verða fléttuð inn í daglegt skólastarf og meðal annars unnin á umhverfisdag, í hringekjum og á vordögum þar sem þrautabraut verður sett upp í Grenndarskóginum.
Helsta markmiðið með þemanu ORKA er að auka skilning nemenda á hvað orka er. Fyrst og fremst verður horft á orku okkar sem einstaklinga, lífsorkuna sjálfa og hvað hægt að gera til að efla hana og nýta sem best. Það er eftirsóknarvert að vera orkumikill og geta nýtt orku sína, hvort sem er líkamsorku (hreyfiorku) eða hugarorku, til góðs fyrir sjálfan sig og aðra. Við eflum og aukum orku okkar, líkama og sál með því að borða hollan og næringarríkan mat. Með því að gæta vel að lífsháttum, svefnvenjum, hreinlæti, njóta félagsskapar og að næra andann.
Auk þess verður leitast við að fjalla um orku í víðari skilningi m.a. tengt eðlisfræði og markmiðum annarra námsgreina. Má þar nefna hreyfingu, sköpun, hönnun, heimilisfræði, náttúrvísindi, stærðfræði og íslensku. Meiri upplýsingar má sjá hér.