Fréttir - umhverfismennt

Skýrslur Skóla á grænni grein

Skýrslur skóla á grænni grein þetta skólaár eru komnar út og má nálgast hér að neðan.  

Aðalfundur Skóla á grænni grein.
Skýrsla Skóla á grænni grein, skólaárið 2017 - 2018.

Hringekja miðstigs á vordögum fjallaði um lífríki í Elliðaárdals

Í síðustu hringekju miðstigsins var farið í ævintýragöngur um dalinn þar sem nemendur stunduðu rannsóknarvinnu, athuganir og bjuggu til útinámsþrautir fyrir hvort annað út frá markmiðum verkefnanna. Stöðvarnar fjölluðu m.a. um að skoða fugla og fiska, skoða mýrarrauða, jökulgarða, hraunreipi og gera rannsóknir m.a. með setlög. Á þriðju stöðinni gerðu þeir veðurathuganir, könnuðu hvort umhverfið væri manngert eða náttúrlegt. Nemendur dýpkuðu þekkingu sína enn frekar um Elliðaárdalinn með lýðræðislegum verkefnum í formi veggspjalda, teiknimyndasögu, leikþátta eða spurningakeppni.

Útieldun í Grenndarskógi Ártúnsskóla

Í maí og byrjun júní fóru nemendur skólans niður í Hátíðarlund í Grenndarskógi Ártúnsskóla og grilluðu greinabrauð og poppuðu poppkorn við opinn eld og unnu verkefni og fóru í leiki. Gleðin skein úr andlitum krakkanna sem létu veðurguðina ekki trufla sig í útináminu.

Vorfundur í umhverfisnefnd

graenfani 3Vorfundur fulltrúa í umhverfisnefnd var í vikunni og tókst mjög vel. Fulltrúar nemenda stóðu sig vel, sögðu frá dæmi um verkefni sem tengist umhverfismennt sem bekkurinn/hópurinn hefur unnið að frá síðasta aðalfundi í janúar, svöruðu spurningum og tóku þátt í umræðum um störf umhverfisnefndar. Nú á vordögum er mikill áhugi fyrir útieldun og hreyfibrautum og leggja fundarmeðlimir m.a. til að áframhald verði á þeim verkefnum næsta vetur.