Umhverfismennt

Skólaárið 1991 - 1992 var unnið að þróunarverkefni  í umhverfismennt í skólanum sem mótaði stefnu okkar í umhverfismálum. Áhersla hefur verið lögð á að nemendur læri að upplifa náttúruna og umhverfi sitt á jákvæðan og ábyrgan hátt.
Umhverfismennt er daglegur þáttur í starfi skólans og viðfangsefni sótt í nánasta umhverfi hans. Til að ná sem bestum árangri er lögð áhersla á samþættingu við aðrar námsgreinar.

Markmiðið er að nemendur verði hæfari til að taka afstöðu og tileinka sér ábyrg sjónarmið og rétta umgengni við nánasta umhverfi sitt og náttúru landsins.

Leiðir:
• Flokkun á daglegu rusli er fastur liður í skólastarfinu.
• Allir nemendur læra að endurvinna pappír.
• Nemendur sjá um að lóð skólans sé snyrtileg og hreinsa til á
skólalóðinni eftir þörfum.
• Nemendur fara í skemmtigöngur, ýmsar gönguleiðir með mismunandi
tilgangi og fyrirmælum.
• Hver árgangur fer a.m.k. einu sinni á skólaárinu í ratleik þar sem
tengist leikur og fræðsla.
• Allir árgangar skoða og safna ákveðnum plöntum.
• Allir árgangar læra að þekkja a.m.k. eina fuglategund á ári sem verpir í Elliðaárdalnum og þekki þannig a.m.k. 7 fuglategundir við
lok skólagöngu.
• Allir nemendur fá tækifæri til að setja niður plöntur á skólalóðinni.
• Útivistardagar og umhverfisdagar