Skip to content

Skólasel - frístundaheimili

Skólasel er frístundaheimili Ártúnsskóla og er staðsett inní skólanum.

Í Skólaseli er boðið upp á fjölbreytt tómstundarstarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 - 9 ára barna lýkur kl. 13:20. Opið er í Skólaseli til kl. 17:00 og foreldrar/forráðamenn skrá viðveru síns barns í völu .

Frístundaheimili hafa mikil áhrif á félagsþroska barna og eru vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Börnin læra að virða hvert annað og að allir hafi sín sérkenni og þurfa að hafa ákveðið svigrúm. Frístundaheimili gefa börnum fastan samastað fyrir leik og starf og eru staður þar sem þau eru í fyrirrúmi.

Forstöðumaður Skólasels er Hanna Sóley Helgadóttir.

Símanúmer í Skólaseli eru:
411-7682 Hanna Sóley
411-7683 Skólasel

Upplýsingar um gjaldskrá frístundaheimila má finna á vef Reykjavíkurborgar. Hægt er að nota frístundakort til greiðslu dvalargjalda á frístundaheimilum.

Handbók Skólasels

Dagskipulag í Skólaseli

Skipulag í maí og júní

Skipulag í maí og júní - 4. bekkur