05 jún'19

Vorverkadagur í blíðskapar veðri

Í gær stóð foreldrafélagið fyrir árlegum vorverkadegi. Að þessu sinni var einblínt á leikskólalóðina þar sem framkvæmdir standa yfir á lóð grunnskólans. Það var vasklega gengið til verks og í lokin var gætt sér á pylsum og meðlæti í sólinni. Myndir frá viðburðinum eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
04 jún'19

Kennsla færð út í góða veðrið

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu vikur skólaársins og kennslan hefur farið að mestu leiti fram fyrir utan veggi skólans. Farið hefur verið í lengri og styttri vettvangsferðir, grenndarskógurinn hefur verið heimsóttur sem og Elliðaárdalurinn  og nær umhverfi skólans.  Allir hafa notið þess að nýta möguleikana við að leysa verkefni á annan máta m.a. í…

Nánar
03 jún'19

Vorverkadagur Foreldrafélags Ártúnsskóla

Foreldrafélag Ártúnsskóla hefur ákveðið að hafa vorverkadaginn á morgun,  þriðjudaginn 4.júní frá kl. 17:00 -19:00 og lýkur honum með grillveislu fyrir þreyttar hendur. Dagsetningin er sett fram með þeim fyrirvara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir en spáin er góð. Við munum leggja áherslu á leikskólalóðina að þessu sinni þar sem lóðarframkvæmdir eru í gangi á…

Nánar
03 jún'19

Útskrift fjólubláa hóps frá leikskólanum

Fjólublái hópur útskrifaðist frá leikskólanum miðvikudaginn 29.maí. Þau kynntu sig með stakri prýði og sungu lögin Eldurinn logar, Gott er að eiga vin og Ég segi stopp. Eftir athöfnina glöddust útskriftarbörn og foreldrar og ættingjar saman. Myndir frá viðburðinum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Arnór Gauti nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Hann var tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd, hjálpsamur og öflugur námsmaður. Arnór Gauti kemur fallega fram við skólafélaga og starfsfólk og sýnir öllum virðingu og kurteisi. Arnór Gauti er öðrum nemendum jákvæð fyrirmynd og er…

Nánar
28 maí'19

Samvera hjá 1. bekk

Nemendur í 1. bekk voru með föstudagssamveru síðasta föstudag fyrir nemendur grunnskólans og foreldra sína. Krakkarnir létu ljós sitt skína og sungu fyrir okkur, fluttu ljóð Þórarins Eldjárns, dönsuðu og sýndu fimleikaatriði svo eitthvað sé nefnt. Myndir frá samverunni eru komnar inn í myndaalbúm heimasíðunnar.

Nánar
24 maí'19

Aðalfundur fulltrúa í umhverfisnefnd

Aðalfundur fulltrúa í umhverfisnefnd var í gær og tókst vel. Fulltrúar hvers bekkjar í nefndinni sögðu á fundinum frá verkefnum sem tengjast umhverfinu og umhverfisvernd sem unnið hefur verið að þetta skólaár. Á fundinum kom einnig fram að nemendur hafa mikinn áhuga á því að halda Ártúnsholtinu hreinu og fínu og nemendur hafa mikinn áhuga…

Nánar
23 maí'19

Fræðslufundur um myglu í húsum

Við minnum á fræðslufund um myglu í húsum á Íslandi á sal Ártúnsskóla í dag, fimmtudaginn 23. maí kl.17:00. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu mun koma og fræða okkur og svara spurningum. Allir velkomnir!

Nánar
22 maí'19

Aðalfundur FUÁ

Aðalfundur FUÁ var haldinn á sal skólans í dag 22. maí. Fráfarandi stjórn fór yfir verkefni vetrarins og hápunkt vorsins sem er fótboltamót FUÁ sem fram fer þann 5. júní næstkomandi. Nýkjörnir fulltrúar fyrir næsta vetur voru einnig kynntir fyrir nemendum á aðalfundinum. Myndir frá fundinum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
22 maí'19

Heimsókn nemenda og foreldra í tilvonandi 1. bekk

Nemendur í verðandi 1. bekk og foreldrar þeirra komu í heimsókn í skólann í gær. Berta kennari sem verður umsjónarkennari bekkjarins næsta vetur tók á móti hópnum á meðan foreldrar sátu á sal og fengu kynningu á skólanum og stoðþjónustu Þjónustumiðstöðvar hverfisins. Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar