Skip to content
06 júl'20

Ella og Ragnheiður hætta í leikskólanum

Ella og Ragnheiður eru að hefja þá vegferð að hætta störfum og fara á eftirlaun. Ella hefur unnið í leikskólanum okkar í 31 ár sem hét lengst af Kvarnaborg . Ragnheiður hóf störf í leikskólanum þegar hann opnaði 1987 og fór svo að vinna á öðrum leikskólum og endar starfsferil sinn hjá okkur. Þær hafa…

Nánar
16 jún'20

Rannveig kvödd

Í gær kvaddi Skóla- og frístundasvið Rannveigu Andrésdóttur fyrrverandi skólastjóra Ártúnsskóla. Starfsfólk og nemendur Ártúnsskóla kvöddu hana um áramótin en við viljum enn og aftur þakka henni fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Nánar
10 jún'20

Útskrift nemenda úr 7.BL

Í ár voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn nemendur 7. BL sem halda á nýjar slóðir í haust og við óskum þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Takk fyrir samveruna í Ártúnsskóla. Myndir frá athöfninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
10 jún'20

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Pétur Atli Kárason nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Pétur Atli var tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd og einstaklega samvinnufús og hjálpsamur við alla skólafélaga. Hann er leiðandi í jákvæðum samskiptum og nýtur trausts og virðingar skólafélaga og starfsfólks Ártúnsskóla. Pétur Atli býr…

Nánar
08 jún'20

Óskilamunir

Óskilamunir verða aðgengilegir út fimmtudaginn í þessari viku. Að þeim tíma loknum er farið með óskilamuni til góðgerðarsamtaka. Endilega gefið ykkur því tíma til að koma við í skólanum fram á fimmtudag til að fara yfir það sem er á borðinu.

Nánar
05 jún'20

Síðustu dagar skólaársins

Þessa vikuna vorum við mikið úti við. Á þriðjudaginn var grillveisla á lóð leikskólans þar sem allir léku sér saman og á miðvikudaginn var fótboltamót FUÁ sem fór vel fram og nemendur sýndu prúðmannlega framkomu innan sem utan vallar. Nemendur í 7. bekk unnu mótið að þessu sinni og við óskum þeim til hamingju. Síðasti…

Nánar
28 maí'20

Útskrift frá leikskóladeild

Útskrift elstu barnanna í leikskólanum var í dag og heppnaðist hún mjög vel. Börnin völdu pizzu í hádegismat og súkkulaðiköku í síðsdegishressingu í tilefni dagsins. Íslenski fáninn var dreginn að húni í tilefni dagsins og útskriftarbörnin sungu fyrir börn og starfsfólk leikskólans og fengu afhent útkriftarskjal, rós og ferilmöppu sína. Myndir frá athöfninni má sjá…

Nánar
22 maí'20

Vinaliðar – þakkardagur

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliðana okkar í 4. – 7. bekk. Í lok hverrar annar fá vinaliðar þakkardag sem þakklæti fyrir vel unnin störf. Þeir nemendur sem eru vinaliðar hverju sinni sjá um leiki í morgun frímínútum fyrir skólafélagana, sem allir eru hvattir til að taka þátt í. Vinaliðarnir fóru í skemmtilegan ratleik í…

Nánar
20 maí'20

Barnamenningarhátíð í beinu streymi

Í tilefni af frumflutningi Daða Freys á laginu ,,Hvernig væri það“ sem er lag Barnamenningarhátíðar í ár komum við saman á sal og fylgdumst með beinu streymi þegar Daði frumflutti lagið sitt fyrir börnin í borginni. Daði samdi lag og texta í samstarfi við nemendur í 4. bekk í Reykjavík. Hér má heyra lagið góða.…

Nánar