Skip to content
11 okt'19

Upplestur á samveru í morgun

Í morgun kom til okkar í heimsókn rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir. Hún las fyrir nemendur upp úr bók sinni Nærbuxnanjósnararnir sem er framhald bókarinnar Nærbuxnaverksmiðjan sem hún gaf út í fyrra. Bókin fjallar eins og fyrri bókin um vinina Gutta og Ólínu og ævintýri þeirra. Arndís var einkar ánægð með heimsóknina og hrósaði nemendum fyrir hvað…

Nánar
11 okt'19

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur grunnskóladeildarinnar hlupu Ólympíuhlaup ÍSÍ í vikunni. Veðrið lék við okkur og nemendur lögðu hart að sér við hlaupið og höfðu gaman af. Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Myndir frá hlaupinu má sjá í…

Nánar
09 okt'19

Bleikur dagur föstudaginn 11. október

Árvekniátak bleiku slaufunnar stendur fyrir bleika deginum föstudaginn 11. október til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt og nemendafélagið okkar FUÁ hvetur nemendur og starfsfólk til að klæðast bleiku á föstudaginn  í tilefni dagsins.

Nánar
08 okt'19

Stjórn FUÁ – nemendafélags Ártúnsskóla

Stjórn FUÁ er byrjuð að funda og skipuleggja starf vetrarins. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum og skipulagði bleika daginn 11. október. Auk þess er stjórnin að vinna að kynningu um starf og hlutverk félagsins sem verður kynnt öllum nemendum grunnskólans á Föstudagssamveru innan tíðar.

Nánar
07 okt'19

Föstudagssamvera hjá 5. bekk

Fimmti bekkur sá um samveru síðastliðinn föstudag. Bekkurinn byrjaði skólaárið á að taka þátt í Plastlausum september. Plast er ekki allt slæmt en óhófleg notkun plasts ógnar lífi á jörðinni ef við brettum ekki upp ermar og förum að hugsa hvað við getum gert betur. Nemendur byrjuðu á því að velta því fyrir sér hvaða…

Nánar
25 sep'19

Frá íþróttadegi

Íþróttadagurinn í gær, þriðjudaginn 24. sept. gekk mjög vel. Nemendur skólans fóru á níu stöðvar sem allar tengdust heilsurækt á einhvern hátt. Gaman var að sjá hversu vel nemendur unnu saman í aldursblönduðum hópum og þeir eldri voru afar hjálpsamir við þá yngri. Átta gestir frá Hollandi voru með í íþróttahringekjunni í gær. Þetta var…

Nánar
24 sep'19

Fótboltamót KSÍ fyrir 7. bekk

Fótboltamót grunnskólanna á vegum KSÍ fyrir nemendur í 7. bekk fór fram í Egilshöll í gær. Við í Ártúnsskóla áttum bæði karla- og kvennalið að þessu sinni. Krakkarnir stóðu sig vel og höfðu gaman af þátttökunni.

Nánar
23 sep'19

Heilsurækt – íþróttadagur

Okkar árlegi íþróttadagur verður að þessu sinni á morgun, þriðjudaginn 24. september. Þemað sem unnið verður með í skólanum í vetur er HEILSURÆKT og íþróttadagurinn mun endurspegla það þar sem lögð er áhersla á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Verkefnin sem eru í boði eru meðal annars jóga, þrautabraut þar sem klifurveggurinn á skólalóðinni verður…

Nánar
19 sep'19

Starfsdagur og íþróttadagur 23. og 24. september

Á mánudaginn nk. þann 23. september er starfsdagur í leik- og grunnskóladeild skólans. Þennan dag verður opið í Skólaseli fyrir börn sem hafa verið skráð í lengda viðveru þann dag. Á þriðjudaginn 24. september er svo hinn árlegi íþróttadagur. Íþróttadagur er skertur skóladagur. Nemendur mæta að morgni skv. stundaskrá en skóla lýkur kl. 12:40. Þá…

Nánar
16 sep'19

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag þann 16. september og í tilefni dagsins unnu nemendur grunnskólans umhverfisverkefni á skólalóðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra kom í heimsókn og fylgdist af áhuga með nemendum vinna verkefnin sem voru fjölbreytt og skemmtileg að vanda. Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.

Nánar