Skip to content
05 maí'22

Sumarfrístund – skráning

Skráning í sumarfrístund er hafin inn www.fristund.is þar er hægt að sjá allt það sem er í boði í hverfinu eða öðrum hverfum. Þessi slóð fer beint inn á sumarfrístundina hjá Skólaseli: https://fristund.is/namskeid/sumarfristund-skolasel. Sumarfrístund er námskeið fyrir börn sem voru að klára 1. – 4. bekk og eru námskeiðin keyrð á vikum. Starfið í sumarfrístunni…

Nánar
03 maí'22

Frá samveru 4. IÞ

Nemendur 4.bekkjar fóru á kostum á föstudagssamveru síðasta föstudag og kölluðu fram bros á öllum viðstöddum. Nemendur settu á svið brandara og sungu fyrir viðstadda barnamenningarlagið í ár „ Þriggja tíma brúðkaup“. Myndir frá samverunni eru í myndaalbúmi síðunnar

Nánar
28 apr'22

Skólabúðavika hjá 7. BÓ

Nemendur í 7. bekk hafa dvalið í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði þessa viku ásamt nemendum í Selás- og Árbæjarskóla. Þar hefur verið unnið að fjölbreyttum verkefnum og meðal annars verið farið í fjöruferð, á byggðasafn og í íþróttir og sund. Nemendur skólanna hafa unnið saman og kynnst betur sem var eitt af aðalmarkmiðum vikunnar…

Nánar
25 apr'22

Tiltekt og þrif á umhverfisdegi

Nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla tóku heldur betur til hendinni í dag á skólalóðinni á umhverfisdegi skólans. Það var sópað og týnt rusl af miklum móð og gleðin skein úr andlitum barnanna eins og sjá má á myndunum. Fleiri myndir eru í myndaalbúmi síðunnar

Nánar
22 apr'22

Lestrarhestar í Ártúnsskóla

Nemendur skólans eru mjög duglegir að lesa.  Skólasafnið stendur fyrir ýmsum hvatningarverkefnum í lestri og nemendur fá viðurkenningar í hverri viku á föstudagssamveru og nokkrir nemendur fengu viðurkenningu í morgun. Í maí fara fram lesfimipróf og því mikilvægt að slá ekki slöku við í lestrinum þegar sól hækkar á lofti. Fleiri myndir frá afhendingum viðurkenninga…

Nánar
11 apr'22

Páskaleyfi

Nemendur í grunnskóladeild eru komnir í páskaleyfi. Leikskóladeild og frístund fara í páskaleyfi frá 14. apríl. Skólastarf hefst í öllum deildum skólans samkvæmt skipulagi þriðjudaginn 19. apríl. Gleðilega páska !

Nánar
11 apr'22

Samvera 6. LB

Á föstudaginn skemmtu nemendur 6.LB skólafélögum og foreldrum sínum á föstudagssameru. Nemendur settu á svið þrjú frumsaman leikrit sem öll voru með tengingu í gömul ævintýri og sögur. Að lokum sungu svo allir saman lagið góða ,,Always look at the bright side of life“ sem átti einkar vel við á sólríkum föstudegi. Myndir frá samverunni…

Nánar
06 apr'22

Opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar

Nemendur 4. IÞ tóku þátt í opnunarhátíð Barnamenningarhátíðarinnar í Hörpu á þriðjudaginn og höfðu gaman af.  Þar var meðal annars flutt nýtt lag hátíðarinnar sem ber heitið Þriggja tíma brúðkaup sem var samið í samstarfi við börn í 4. bekkjum í grunnskólum borgarinnar. Nemendur grunnskólans fengu með sér heim í dag dagskrá hátíðarinnar.

Nánar
31 mar'22

Menningarvaka – ,,Manstu ekki eftir mér“

Skólastarf Ártúnsskóla er brotið upp með árlegum hefðum og viðburðum. Menningarvaka 12 ára nemenda er einn þessara árlegu viðburða hér í skólanum. Markmið Menningarvöku er að efla frumkvæði, sjálfstraust og félagsþroska nemenda í 7. bekk.  Í ár var sett upp afar metnaðarfull dagskrá  sem var byggð á söngleik sem ber heitið „Manstu ekki eftir mér“…

Nánar
31 mar'22

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Guðríðarkirkju 30. mars. Fulltrúar okkar í keppninni voru Sóldís Perla Marteinsdóttir og Þórdís Ragnarsdóttir úr 7. BÓ. Þær stóðu sig mjög vel og við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Nánar