Skip to content
22 sep'22

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur grunnskóladeildarinnar hlupu Ólympíuhlaup ÍSÍ í vikunni. Hlaupið er í kringum Árbæjarsafn og nemendur hlaupa allt frá einum og upp í fimm hringi. Nemendur sprettu aldeilis úr spori og hlupu samtals 820 km og höfðu gaman af hreyfingunni og útiverunni. Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að…

Nánar
20 sep'22

Refur á skólalóðinni

Það kom refur við á skólalóðinni í hádeginu í dag og hann náðist á mynd. Þeir nemendur sem sáu hann voru mjög spenntir. Refurinn var greinilega svangur og komst í opið nestisbox sem einhver hafði skilið eftir út og þar gæddi hann sér á samloku afgöngum.

Nánar
13 sep'22

Kynningarfundir árganga

Kynningarfundir í grunnskóladeild verða frá 19. – 29. september samkvæmt því skipulagi sem er hér fyrir neðan. Fundirnir eru eina kennslustund frá kl. 8:25 – 9:05. Gæsla verður í Skólaseli fyrir nemendur sem eru í 1. – 4. bekk á meðan að á fundunum stendur en nemendur í 5. – 7. bekk mæta í skólann…

Nánar
09 sep'22

Gönguferð við Hvaleyrarvatn

Í dag fóru nemendur og allt starfsfólk grunnskóladeildar í gönguferð í kringum Hvaleyrarvatn. Það var blautt í veðri en engu að síður gaman og gott að komast út í náttúruna í gönguferð í nýju umhverfi. Nemendur fengu tíma til að rannsaka umhverfið og m.a. sáust köngulóarskrímsli í vatninu og fleiri furðuverur. Við mælum tvímæla laust…

Nánar
02 sep'22

Skólabyrjun

Skólabyrjun hefur farið vel af stað og nemendur komu kátir og glaðir í skólann eftir sumarleyfi. Föstudagssamverur eru á sínum stað í upphafi skóladags á föstudögum og þar höfum við rætt um skólastarfið og sungið saman.

Nánar
17 ágú'22

Skólasetning

Skólasetning í grunnskóladeild Ártúnsskóla verður mánudaginn 22. ágúst. Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að mæta með börnum sínum og á meðan nemendur verða með umsjónarkennurum í skólastofu verður formaður Samfok með stutta fræðslu fyrir foreldra. Nemendur og foreldrar í 2. – 4. bekk mæti kl. 10.00. Nemendur og foreldrar í 5. – 7. bekk, mæti kl.…

Nánar
28 jún'22

Sumarleyfi

Skrifstofa Ártúnsskóla verður opnuð eftir sumarleyfi 4. ágúst. Sumarlokun í leikskóladeild og í frístundaheimili er frá 6. júlí til og með 3. ágúst. Á þessum deildum verður opnað aftur fimmtudaginn 4. ágúst. Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur og foreldrar barna í 1. – 4. bekk kl. 10 og 5. – 7. bekk kl. 11.…

Nánar
08 jún'22

Mikil verðmæti í óskilamunum

Mikið magn óskilamuna liggur eftir í skólanum eftir veturinn. Þeim hefur verið komið fyrir á borði við skrifstofuna og verða frammi út miðvikudaginn 15. júní. Að þeim tíma loknum verður farið með óskilamuni til góðgerðarsamtaka. Endilega gefið ykkur því tíma til að koma við í skólanum til að fara yfir það sem er á borðinu.

Nánar