Skip to content
04 feb'21

Hundrað daga hátíð

Í dag héldu nemendur 1. BJ upp á hundraðasta daginn sinn í skóla. Nemendur undirbjuggu hátíðina með því að skreyta stofuna og búa til kórónur en hver kóróna var með 10 strimla og 10 hlutir voru teiknaðir á hvern strimil, samtals 100 hlutir.  Nemendur teiknuðu einnig af sér  sjálfsmyndir þegar þeir yrðu 100 ára, sem…

Nánar
01 feb'21

Starfsdagur í leik- og grunnskóla

Á föstudaginn næsta, þann 5. febrúar er starfsdagur hjá starfsmönnum grunnskóla og leikskóla. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð sérstaklega.

Nánar
29 jan'21

Tækjastund í umbun í 5. bekk

Nemendur í 5. bekk hafa verið duglegir að mæta í skólapeysunum sínum og völdu í samráði við kennarann sinn umbun og fyrir valinu að þessu sinni var að hafa tækjastund. Tækjastundin var eftir hádegi í dag en þar sem það hafa ekki allir gaman af tölvum og símum þá valdi  einn nemandi að koma með…

Nánar
29 jan'21

Lestrarviðurkenningar

Nemendur skólans eru mjög duglegir að lesa þessa dagana enda að síga á seinni hluta lestrarsprettsins sem lýkur á mánudaginn. Nemendur hafa verið duglegir að safna mínútum í lestrinum en samhliða því hafa nemendur verið að lesa bækur sem tilheyra dreka- og prinsessulestri  skólasafnins. Um miðja næstu viku kemur í ljós hvaða bekkir fá verðlaun…

Nánar
29 jan'21

Kynning á byrjendalæsisstarfi skólans

Þórrún, Berta og Hörður voru með áhugaverða kynningu fyrir samstarfsfélaga í vikunni á verkefnum sínum í byrjendalæsi. Verkefnin vöktu áhuga samstarfsfélaga sem höfðu gagn og gaman af.  

Nánar
22 jan'21

Bindi á bóndadegi í 1.BJ

Nemendur í 1. bekk bjuggu í dag til bindi handa „Besta bónda í heimi“ í tilefni bóndadagsins í dag. Hér má heyra þau flytja kveðju í tilefni dagsins.

Nánar
22 jan'21

Stjörnur í smíðakennslu

Nemendur í 2.BS voru að læra ýmislegt um tré og viðarnotkun, svo sem að engin tegund lifandi trjáa heitir jólatré, hvaða tilgang könglar hafa og hvernig hægt er að telja árhringi. Einnig æfðu allir handtökin við að negla nagla á réttum stöðum og hæfilega djúpt í fjöl. Með því að vefja bandi um naglana í…

Nánar
15 jan'21

Lestur er bestur

Á skólasafni skólans eru nemendur að keppast við að safna viðurkenningum fyrir lestur og þessar ungu stúlkur fengu viðurkenningu í dag fyrir sinn lestur. Á mánudaginn hefst lestrarsprettur skólasafnsins þar sem allir nemendur ætla að keppast við að lesa sem mest. Lestrarspretturinn stendur yfir frá 18. janúar til 1. febrúar og í ár verður lesturinn…

Nánar
02 jan'21

Hefðbundið skólastarf frá 4. janúar

Ný reglugerð um skólastarf frá 1. janúar 2021 gerir grunnskóladeildinni kleift að fara í hefðbundið skólastarf og kennsla verður því samkvæmt stundaskrá frá 4. janúar 2021.

Nánar
18 des'20

Jólakveðja

Starfsfólk Ártúnsskóla sendir hugheilar jóla- og nýárskveðjur og þakkar kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við horfum glöð fram á við og hlökkum til nýs árs og nýrra tækifæra og vonumst til þess að skólastarf verði skv. hefðbundinni stundaskrá 4. janúar 2021.

Nánar