Skip to content
22 jan'20

Vettvangsferð miðstigs í Aurora Basecamp

Á þriðjudaginn fóru nemendur á miðstigi (5.-7. bekkur) í vettvangsferð á nýtt safn í Hafnarfirði sem heitir Aurora Basecamp. Markmið ferðarinnar tengist verkefni þeirra í hringekju, Jörð í alheimi. Nemendur fengu fræðslu um alheiminn og norðurljósin. Vel var tekið á móti okkur og til gamans má geta þess að Ártúnsskóli er fyrsti skólinn sem heimsækir…

Nánar
20 jan'20

Frá samveru hjá 4.LH

Á föstudaginn voru nemendur í 4.LH með samveru á sal.  Nemendur skemmtu áhorfendum með söng, stuttum leikþáttum, gátum og nokkrir sýndu hvað þeir hafa verið að æfa síðustu ár svo sem fimleika, hip hop dans, Tekhwondo og fiðluleik. Eftir skemmtunina var kaffiboð í heimastofu fyrir aðstandendur. Myndir frá samverunni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.

Nánar
13 jan'20

Viðbrögð vegna veðurs á morgun þriðjudag

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu fyrir morgundaginn og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Nánar
09 jan'20

Röskun vegna veðurs í dag

Gul viðvörun hefur tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudaginn 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Ekki er talin þörf á að foreldrar og forráðamenn sæki börn…

Nánar
09 jan'20

Mikið magn óskilamuna

Mikið hefur safnast upp af óskilamunum hjá okkur í grunnskólanum í haust. Búið er að koma óskilamunum fyrir á borði við skrifstofuna. Endilega gefið ykkur tíma næstu daga til að kíkja við og fara yfir óskilamunina, þarna leynast mikil verðmæti. Við munum pakka þessu saman á miðvikudaginn í næstu viku og fara með í Rauðakrossinn…

Nánar
03 jan'20

Starfsdagur í leik- og grunnskóla 8. janúar frá kl. 12:00

Miðvikudaginn næsta, þann 8. janúar er skipulagsdagur starfsfólks frá 12:00 á hádegi í leik- og grunnskóla. Leikskólinn lokar kl. 12:00 og nemendur borða hádegismat áður en þeir fara heim.  Nemendur í grunnskóla borða hádegisverð kl. 11:40 og skóla lýkur kl. 12:00. Nemendur sem eiga vistun í Skólaseli fara þangað að loknum hádegisverði en aðrir fara…

Nánar
30 des'19

Notalegur ,,kósý“ dagur 2. janúar

Fyrsti skóladagur eftir jólaleyfi er 2. janúar 2020. Þann dag er hefðbundin stundaskrá í leik- og grunnskóla sem og í Skólaseli. Í grunnskóladeildinni ætlum við þó að breyta aðeins til og vera með „kósý“  dag. Við ætlum öll að mæta í þægilegum ,,kósý“ fötum í skólann og svo er nemendum leyfilegt að koma með sparinesti,…

Nánar
20 des'19

Jólakveðja

Starfsfólk Ártúnsskóla sendir kveðjur um gleðileg jól og farsælt komandi ár og við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Grunnskóladeildin en á leið í jólaleyfi en opið er í leikskóladeild yfir jólin nema á almennum frídögum. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá og dagskipulagi fimmtudaginn 2. janúar 2020.

Nánar
20 des'19

Jólaskemmtun 6.LR

Í dag voru litlu jólin okkar í grunnskóladeildinni. Nemendur mættu prúðbúnir í skólann á stofujól með bekkjarfélögum sínum og svo var skemmtun á sal í umsjón nemenda í 6.LR sem settu á svið helgileik og leikritið um Bláa hnöttinn. Fyrst í morgun voru þau með sýningu fyrir foreldra sína og svo fyrir skólafélaga sína. Dagskráin…

Nánar
19 des'19

Opið hús í Skólaseli

Á þriðjudaginn var mikil kátína á opnu húsi í Skólaseli. Jólabakstursklúbbur var búinn að skreyta piparkökuhús sem voru borðuð með mikilli gleði, einnig voru mandarínur í boði. Mjög góð mæting frá foreldrum sem var gaman að sjá. Nokkrar myndir af opna húsinu má sjá í myndaalbúmi síðunnar.

Nánar