Skip to content
22 maí'20

Vinaliðar – þakkardagur

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliðana okkar í 4. – 7. bekk. Í lok hverrar annar fá vinaliðar þakkardag sem þakklæti fyrir vel unnin störf. Þeir nemendur sem eru vinaliðar hverju sinni sjá um leiki í morgun frímínútum fyrir skólafélagana, sem allir eru hvattir til að taka þátt í. Vinaliðarnir fóru í skemmtilegan ratleik í…

Nánar
20 maí'20

Barnamenningarhátíð í beinu streymi

Í tilefni af frumflutningi Daða Freys á laginu ,,Hvernig væri það“ sem er lag Barnamenningarhátíðar í ár komum við saman á sal og fylgdumst með beinu streymi þegar Daði frumflutti lagið sitt fyrir börnin í borginni. Daði samdi lag og texta í samstarfi við nemendur í 4. bekk í Reykjavík. Hér má heyra lagið góða.…

Nánar
15 maí'20

Lestrarviðurkenningar og aðalfundur FUÁ

Lestrarsprettur skólans í ár varð fremur endaslepptur þar sem honum lauk í miðju covid-19 tímabili og skertu skólahaldi þannig að ekki náðist að ljúka honum formlega. Í dag fengu allir bekkir viðurkenningarskjal á föstudagssamveru fyrir dugnað í lestrarsprettinum. Á skólabókasafninu okkar er hægt að fá viðurkenningar fyrir lestur í prinessu-, trölla- og drekabókum og nemendur…

Nánar
12 maí'20

Rýmingaræfing

Í grunnskóladeildinni fór fram rýmingaræfing í dag í sól og blíðu. Það gekk mjög vel að rýma skólann og nemendur stóðu sig vel þó svo að hávaðinn í brunaboðanum hafi verið mikill.

Nánar
12 maí'20

Heimsræktun

Ártúnsskóli tekur næsta árið þátt í Erasmus+ verkefninu Heimsræktun (School´s Permacultural Garden) ásamt skólum í Króatíu, Norður-Makedóníu og á Möltu. Íslenska nafnið var valið af nemendum í 5.BÓ, en þeir eru leiðtogar innan skólans í þessari vinnu. Í skólanum verða unnin ýmis verkefni sem tengjast umhverfismálum, heilsusamlegu mataræði, lýðræðislegum vinnubrögðum, samfélagsmálum, leiðtogahæfni og ræktun matjurta.…

Nánar
08 maí'20

Ruslahreinsun í hverfinu

Nemendur voru glaðir að komast í skólann sinn á nýjan leik í vikunni og voru ánægðir að hitta aftur skólafélaga sína.  Við notuðum góða veðrið í dag til að hreinsa til í hverfinu þar sem nemendur fóru og tíndu rusl í öllum götum hverfisins og í grenndarskóginum okkar. Ruslahrúgan var ansi stór í lok dagsins.…

Nánar
05 maí'20

Skipulag í Skólaseli til 4. júní

Dagskrá í Skólaseli fyrir maí og fram að skólalokum í júní hefur verið birt og hana má nálgast hér. Þar er margt skemmtilegt á dagskrá og má þar nefna afmælishátíð mars og apríl barna sem verður 8. maí og afmælishátíð maí og júní barna sem verður 4. júní. Klúbbar byrja á miðvikudaginn í næstu viku…

Nánar
21 apr'20

Dagur jarðarinnar

Í dag er dagur jarðarinnar og nemendur í 4.LH fóru í Grenndarskóginn í tilefni dagsins. Þar leystu börnin nokkur verkefni sem fólust í því að skoða hið smáa og nálæga, án þess að slíta upp eða taka með heim. Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
15 apr'20

Starfsdagur í apríl – fellur niður

Samkvæmt skóladagatali átti að vera starfsdagur hjá öllum deildum skólans föstudaginn 24. apríl. Vegna aðstæðna í skólastarfi út af Covid-19 þá fellur starfsdagurinn niður og skólastarf er samkvæmt áður útsendu skipulagi fyrir apríl mánuð.

Nánar