Skip to content
02 des'20

Fullveldishátíð leikskóladeildar

Börnin í leikskólanum héldu upp á fullveldisdaginn í gær með því að fræðast um íslenska fánann og liti hans. Börnin teiknuðu, lituðu og perluðu fánann og svo var farið út og fánanum flaggað og sungið lagið ,,Öxar við ána“. Í lokin var svo hrópað með hárri raust ,,Áfram Ísland“.

Nánar
02 des'20

Bókagjöf og bókakynning

Bjarni Fritzson höfundur hinna vinsælu bóka um Orra óstöðvandi og vinkonu hans Möggu Messi var svo góður að gefa Ártúnsskóla tuttugu og fimm eintök af bók númer tvö í seríunni sem ber heitið Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna sem hann hlaut Bókaverðlaun barnanna fyrir í ár. Þessi gjöf kemur sér mjög vel fyrir skólann enda eru…

Nánar
30 nóv'20

Jólatré sótt í skóginn í dag

Það var kalt og fallegt í veðri í dag þegar nemendur í 1. bekk fóru í grenndarskóginn okkar og sóttu jólatré fyrir skólann. Fyrir valinu varð fallegt furtré sem mun prýða skólann á aðventunni.

Nánar
27 nóv'20

Upplestur í fjarbúnaði

Í dag var Ævar Þór Benediktsson rithöfundur með upplestur í fjarbúnaði fyrir nemendur í 4. – 7. bekk þar sem hann las upp úr nýrri bók sinni ,,Þín eigin undirdjúp“. Ævar er margverðlaunaður höfundur og nemendur höfðu gaman af upplestrinum í skólastofum sínum. Ævar hefur komið í nokkur ár og lesið upp úr nýjum bókum…

Nánar
26 nóv'20

Gul veðurviðvörun

Gul veðurviðvörun er í dag fimmtudag 26. nóvember frá kl 09:00 til kl. 05:00 föstudaginn 27.nóvember. Sjá upplýsingar frá Veðurstofunni hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma…

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðlaun ungafólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins i bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs.  Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.  Vegna COVID-19 og samkomutakmarkana voru verðlaunin í ár afhent…

Nánar
13 nóv'20

Skrímsli

Heimaverkefni nemenda 5. bekkjar síðustu viku var að búa til skrímsli, mæla stærð þess og velja því nafn og eiginleika. Einnig átti að semja reglur fyrir samfélag skrímslisins og skrifa sögu um það. Föstudaginn 13. mættu svo öll þessi skrímsli í skólann og voru kynnt fyrir bekknum og hinum furðuverunum sem nemendur höfðu skapað úr…

Nánar
06 nóv'20

Hreinsun skólalóðarinnar

Nemendur í 7.LR fóru út í dag og tóku til á skólalóðinni. Nemendurnir stóðu sig með prýði og fundu margskonar rusl sem á ekki á heima í umhverfinu okkar eða á leiksvæðum barna eins og einnota grímur, plast, hjólagrind o.fl. Nemendur gættu vel að fjarlægðarmörkum og fóru í einu og öllu eftir reglum Almannavarna.

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka

Við gerðum okkur glaðan dag í skólanum í dag og klæddumst búningum í tengslum við hrekkjavökuna. Foreldrafélag skólans gaf skólanum efni til skreytingar og sendi öllum nemendum hrekkjavökumuffins í tilefni dagsins. Samkvæmt skóladagatali var líka bangsadagur þannig að einhverjir bangsar fengu að koma með í skólann. Í hádeginu borðuðum við pizzu og ís og nemendur…

Nánar