Skip to content
27 feb'20

Hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Útinám og umhverfisfræðsla

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í Hörpu á öskudag. Hátt í sex hundruð kennarar voru þar mættir til að fræðast um og ræða loftslagsvandann, sjálfbærni, útinám og leiðir til að vinna með loftslagskvíða. Ártúnsskóli fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Útinám og umhverfisfræðsla. Anna Sigríður Skúladóttir verkefnastjóri útináms og grænfána tók við viðurkenningunni…

Nánar
26 feb'20

Frá öskudegi 2020

Það voru glaðir og kátir nemendur í skrautlegum búningum af ýmsum gerðum sem tóku þátt í öskudagsdagskránni hjá okkur í grunnskóladeildinni í dag. Hefðbundin kennsla var brotin upp og nemendur fóru í gegnum skemmtilegar stöðvar í aldursblönduðum hópum. Eldri nemendur fóru heim um hádegi en þeir yngri sem áttu vistun í Skólaseli fóru þangað þar…

Nánar
21 feb'20

Öskudagur og vetrarleyfi framundan

Á miðvikudaginn næsta, þann 26. febrúar er öskudagur og þá ætlum við að gera okkur glaðan dag. Nemendur mega koma í búning í skólann og með sparinesti. Uppbrot verður frá hefðbundinni kennslu fyrir hádegi þar sem nemendur fara í aldursblönduðum hópum á stöðvar með skemmtilegum verkefnum. Öskudagur er skertur skóladagur og lýkur honum kl. 11:50…

Nánar
19 feb'20

Samskiptadagur á föstudaginn

Á föstudaginn, þann 21. febrúar er samskiptadagur í grunnskólanum. Þá koma nemendur með foreldrum/forráðamönnum í viðtöl til umsjónarkennara. Opið er fyrir skráningu í viðtöl á mentor. Á samskiptadögum er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Óskilamunir verða settir fram á borð við skrifstofuna á morgun fimmtudag og…

Nánar
18 feb'20

Stóra upplestrarkeppnin

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram á sal skólans í dag. Þar lásu sjö nemendur í 7. bekk í úrslitakeppni skólans. Dómnefnd valdi tvo fulltrúa úr hópnum sem keppa til úrslita í hverfinu okkar í Guðríðarkirkju 5. mars. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og erfitt var fyrir dómarana að velja fulltrúa skólans. Sigurvegarar…

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður á morgun föstudag

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að…

Nánar
03 feb'20

Febrúar í Skólaseli

Febrúar dagskrá Skólasels er komin út. Þar er margt spennandi fram undan. Klúbbar byrja aftur og börnin fá að velja sér klúbba í næstu viku. Skemmtilegur mánuður sem endar á bollukaffi og öskudagsballi. Dagskrá febrúar mánuðar

Nánar
31 jan'20

Starfsdagur föstudaginn 7. febrúar

Á föstudaginn næsta, þann 7. febrúar er skipulagsdagur starfsfólks í leik- og grunnskóla. Í Skólaseli er opið þennan dag fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir sérstaklega í lengda viðveru.

Nánar
24 jan'20

Frá föstudagssamveru 5.BÓ

Nemendur í 5. BÓ sáu um föstudagssamveruna í dag. Þegar hugmyndavinnan hófst við gerð samverunnar vildu nemendur setja upp leikrit og komu með nokkrar hugmyndir. Flestar hugmyndirnar voru klassísk gömul ævintýri sem auðvelt var að setja á svið. En þegar góðu hugmyndirnar voru allar svo góðar að erfitt var að velja á milli var ekkert…

Nánar
23 jan'20

Veðurviðvörun enn og aftur

Skv. almannavörnum er gul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna í 1.- 6. bekk sæki börn sín í lok skóladags, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Nánar