Skip to content
28 jún'21

Líf og fjör í sumarfrístund

Það er líf og fjör í sumarfrístund skólasels þessa dagana. Í síðustu viku var varið í sundferð í Kópavog, Fjölskyldu – og húsdýragarðinn og í Nauthólsvík. Í dag er heimadagur sem er jafnan á mánudögum og þann dag fá nemendur að koma með hugmyndir að skipulagi vikunnar. Dagskrá þessarar viku 28. júní – 2. júlí…

Nánar
25 jún'21

Sumarleyfi

Skrifstofa Ártúnsskóla verður opnuð eftir sumarleyfi 9. ágúst. Opið er í leikskóladeild og frístund til og með 6. júlí. Sumarlokun í leikskóladeild og í frístundaheimili er frá 7. júlí til og með 4. ágúst. Á þessum deildum verður opnað aftur fimmtudaginn 5. ágúst. Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 23. ágúst. Nemendur í  2. – 4. bekk…

Nánar
16 jún'21

Mikið magn óskilamuna

Mikið magn óskilamuna liggur eftir í grunnskólanum eftir veturinn. Borð með óskilamunum er á ganginum frá skólaseli niður að íþróttahúsi, gengið inn um innganginn í skólsel. Borðið verður uppi út þriðjudaginn 22. júní, eftir það verður farið með það sem ekki verður sótt í endurvinnslu. Við vonumst til þess að foreldrar/forráðamenn komi við næstu daga…

Nánar
10 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent við hátíðalega athöfn í Laugalækjarskóla 7. júní. Það voru 33 nemendur úr 4. – 10. bekk í skólum borgarinnar sem tóku þar við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa og formanns skóla- og frístundaráðs. Jón Kristófer Ólason nemandi í 7. bekk hlaut verðlaunin að þessu sinni og óskum…

Nánar
09 jún'21

Útskrift 7. LR

Í dag voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn nemendur 7. LR sem halda á nýjar slóðir í haust. Við óskum þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Takk fyrir samveruna í Ártúnsskóla. Myndir frá athöfninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
09 jún'21

Fótboltamót FUÁ

Í gær var árlegt fótboltamót FUÁ, nemendafélagsins okkar. Þar kepptu nemendur í 4. – 7. bekk í tveimur riðlum þar sem hart var barist til síðustu stundar. Sigurliðið að þessu sinni var úr 7. bekk. Í örðu sæti var lið úr 6. bekk og prúðastaliðið var lið úr 4. bekk.  Starfsmenn tóku líka þátt í…

Nánar
09 jún'21

Lestrarhestar Ártúnsskóla

Nemendur í Ártúnsskóla hafa verið mjög duglegir að lesa í vetur. Á föstudagssamverum vetrarins hafa nemendur fengið viðurkenningar fyrir lestur sem skólasafnið stendur fyrir og nemendur hafa verið duglegir að taka þátt.  Þó svo að samverurnar okkar hafi legið niðri á tímabili voru viðurkenningar afhentar í kennslustofum meðan það tímabil gekk yfir. Rannsóknir hafa sýnt…

Nánar
07 jún'21

Vorhátíð

Það var hátíðisdagur hjá okkur í dag. Skólinn fékk afhentan grænfána í fimmta sinn en við höfum flaggað fána síðan árið 2008. Að athöfn lokinni voru leikjastöðvar fyrir nemendur þar sem m.a. var andlitsmálun, sápukúlur, fótbolti, sipp, slökun og fleira skemmtilegt.  Foreldrafélag skólans bauð svo gestum upp á sýningu frá BMX brós  og þeir komu…

Nánar
07 jún'21

Gönguferð 7.LR

Nemendur í 7. LR fóru í sinn árlega lengri göngutúr sem allir árgangar fara í að vori í liðinni viku. Í ár héldu þau að Vífilsstaðavatni þar sem nemendur fengu að njóta náttúrunnar í veðurblíðunni og kynnast hinu fjölbreytta fuglalífi sem er við vatnið. Viðbrögð fuglanna sem voru að vernda varpsstaði sína voru áhugaverð til…

Nánar
04 jún'21

Föstudagssamvera hjá 1. bekk

Nemendur í 1. BJ voru með föstudagssamveru á sal í morgun. Vegna sóttvarnarreglna var bekkjunum skipt í tvo hópa. Fyrst komu saman nemendur í 5. – 7. bekk og svo 2. – 4. bekk ásamt elstu börnum leikskólans. Nemendur 1. bekkjar stigu því tvisvar á svið og sýndu okkur myndband frá skólastarfi sínu í vetur…

Nánar