Skip to content
18 okt'21

Samskiptadagur og vetrarleyfi í grunnskóla

Á fimmtudaginn er samskiptadagur í grunnskóladeildinni þar sem nemendur og foreldrar koma í viðtöl til umsjónarkennara. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum föstudag,  mánudag og þriðjudag 22. – 26. október. Vetrarleyfi tekur til allrar starfsemi grunnskólans, þ.m.t. Skólasels.…

Nánar
11 okt'21

Fræðlsa um lestur fyrir foreldra

Á morgun þriðjudag frá kl. 8:30 – 9:30 verður fræðsla á sal skólans fyrir foreldra barna í 1. – 4. bekk um lestur og lestrarnám.  Fræðslan er á vegum Miðju máls og læsis. Við fögnum því að vera komin á þann stað að geta tekið á móti foreldrum í heimsókn í skólann og óskum eftir…

Nánar
07 okt'21

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ var haldið á dögunum og var þátttakan mjög góð. Nemendur voru mjög duglegir  og sprettu glaðir úr spori í veðurblíðunni.  Þeir sem ekki gátu hlaupið vegna meiðsla fengu að aðstoða við skráningu, svo allir tóku þátt á einn eða annan hátt. Það voru 14 nemendur sem fóru 10 km eða 5 hringi sem…

Nánar
27 sep'21

Gróðursetning birkitrjáa

Nemendur Ártúnsskóla létu veðrið ekki á sig fá í síðustu viku heldur fóru út í roki og rigningu eða hagléli og gróðursettu 430 birkiplöntur. Notaðar voru svokallaðar geispur til að planta með. Yngri nemendur plöntuðu á skólalóðinni til að þar verði meira skjól í framtíðinni. Eldri nemendur unnu í grenndarskóginum og sóttu þangað smíðavið í…

Nánar
17 sep'21

Dagskrá í Skólaseli

Starfið í Skólaseli er komið á gott ról og börnin una vel við leik og störf.  Elstu börnin í Skólaseli eru úr fjórða bekk og í vetur verður sérstakt starf fyrir þau á miðvikudögum og föstudögum. Skipulag fyrir september Skipulag fyrir 4. bekk í september

Nánar
10 sep'21

Kynningarfundir árganga 13. – 23. september

Kynningarfundir árganga verða að þessu sinni fjarfundir. Kynningarnar fara fram dagana 13. – 23. september kl. 14:30. – 15:00. Á fundunum kynna umsjónarkennarar áherslur og skipulag vetrarins. Umsjónarkennarar munu senda tengil á fundinn með nokkurra daga fyrirvara. Mánudagur 13.09 Þriðjudagur 14.09 Fimmtudagur 16.09 Föstudagur 17.09 Mánudagur 20.09 Þriðjudagur 21.09 Fimmtudagur 23.09 5.GS 7.BÓ 6.LB 3.BS…

Nánar
09 sep'21

Úti íþróttir á haustdögum

Íþróttakennsla hefur mest megnis farið fram úti núna á haustdögum. Yngstu börnin í fyrsta og öðrum bekk hafa  verið einstaklega dugleg í tímunum.  Það hefur verið farið í göngutúra um hverfið og gerðar æfingar, hlaupið og æft sig í að fara eftir reglum úti í hóp. Í göngutúrunum gengur íþróttakennarinn fremstur og nemendur mega ekki…

Nánar
09 sep'21

Gönguferð í Búrfellsgjá

Það var einstaklega skemmtilegur dagur í grunnskóladeild Ártúnsskóla í gær.  Í tilefni af árlegum íþróttadegi skólans og upphafi  árverkni verkefnisins „göngum í skólann“ var haldið í gönguferð. Nemendur og starfsfólk grunnskólans fóru í rútu upp í Heiðmörk og gengu að Búrfellsgjá. Allir nemendur stóðu sig vel í göngunni og það er ánægjulegt að segja frá því…

Nánar
18 ágú'21

Skólasetning

Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 23. ágúst og er án aðkomu foreldra að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í samfélaginu. Nemendur í 2. – 4. bekk mæta kl. 10:00 Nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00 Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum til umsjónarkennara þennan dag og boðun viðtala hefur nú…

Nánar