12 ágú'19

Skólasetning, skólaárið 2019 – 2020

Skólasetning í grunnskóladeild Ártúnsskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. – 4. bekk mæti kl. 10.00. Nemendur í 5. – 7. bekk, mæti kl. 11.00. Nemendur í 1.b verða boðaðir í viðtal dagana 21. og 22. ágúst. Kennsla hefst hjá öllum árgöngum föstudaginn 23. ágúst skv. stundaskrám. Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta…

Nánar
13 jún'19

Sumarleyfi

Grunnskóladeild Ártúnsskóla er komin í sumarleyfi. Skrifstofa skólans verður samt sem áður opin til 21. júní. Skrifstofan verður opnuð aftur 8. ágúst. Skólasetning grunnskóladeildar verður fimmtudaginn 22. ágúst. Leikskóladeildin og frístundastarfið fer í sumarleyfi frá 10. júlí til 8. ágúst.  

Nánar
13 jún'19

Skýrslur grænfána og heilsueflingar

Skýrslur heilsueflandi grunnskóla og skóla á grænni grein frá þessu skólaári eru komnar á vefinn. Skýrsla skóla á grænni grein Skýrsla heilsueflandi skóla

Nánar
07 jún'19

Útskrift 7. GEÓ

Í gær voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn nemendur 7.GEÓ. Þau halda á nýjar slóðir í haust og við óskum þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Takk fyrir samveruna í Ártúnsskóla. Myndir frá athöfninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
06 jún'19

Fótboltamót FUÁ

Í gær var árlegt fótboltamót FUÁ, nemendafélagsins okkar. Þar kepptu nemendur í 4. – 7. bekk í tveimur riðlum í þar sem hart var barist til síðustu stundar. Sigurliðið að þessu sinni var úr 7. bekk. Til hamingju krakkar! Myndir frá mótinu eru í myndaalbúmi síðunnar.

Nánar
05 jún'19

Vorverkadagur í blíðskapar veðri

Í gær stóð foreldrafélagið fyrir árlegum vorverkadegi. Að þessu sinni var einblínt á leikskólalóðina þar sem framkvæmdir standa yfir á lóð grunnskólans. Það var vasklega gengið til verks og í lokin var gætt sér á pylsum og meðlæti í sólinni. Myndir frá viðburðinum eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
04 jún'19

Kennsla færð út í góða veðrið

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu vikur skólaársins og kennslan hefur farið að mestu leiti fram fyrir utan veggi skólans. Farið hefur verið í lengri og styttri vettvangsferðir, grenndarskógurinn hefur verið heimsóttur sem og Elliðaárdalurinn  og nær umhverfi skólans.  Allir hafa notið þess að nýta möguleikana við að leysa verkefni á annan máta m.a. í…

Nánar
03 jún'19

Vorverkadagur Foreldrafélags Ártúnsskóla

Foreldrafélag Ártúnsskóla hefur ákveðið að hafa vorverkadaginn á morgun,  þriðjudaginn 4.júní frá kl. 17:00 -19:00 og lýkur honum með grillveislu fyrir þreyttar hendur. Dagsetningin er sett fram með þeim fyrirvara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir en spáin er góð. Við munum leggja áherslu á leikskólalóðina að þessu sinni þar sem lóðarframkvæmdir eru í gangi á…

Nánar
03 jún'19

Útskrift fjólubláa hóps frá leikskólanum

Fjólublái hópur útskrifaðist frá leikskólanum miðvikudaginn 29.maí. Þau kynntu sig með stakri prýði og sungu lögin Eldurinn logar, Gott er að eiga vin og Ég segi stopp. Eftir athöfnina glöddust útskriftarbörn og foreldrar og ættingjar saman. Myndir frá viðburðinum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Arnór Gauti nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Hann var tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd, hjálpsamur og öflugur námsmaður. Arnór Gauti kemur fallega fram við skólafélaga og starfsfólk og sýnir öllum virðingu og kurteisi. Arnór Gauti er öðrum nemendum jákvæð fyrirmynd og er…

Nánar