Skip to content
15 sep'20

Ólympíuhlaup ÍSÍ á íþróttadegi

Á morgun miðvikudag er íþróttadagur hjá okkur í grunnskóladeildinni og að þessu sinni ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ í tilefni dagsins. Að hlaupi loknu verða fimm stöðvar í boði fyrir nemendur þar sem nemendur velja sér stöðvar til að fara á. Við minnum nemendur á að koma klæddir eftir veðri þennan dag og í…

Nánar
09 sep'20

Handbók foreldra

Handbók foreldra hefur verið uppfærð og er aðgengileg á heimasíðunni undir valmyndinni foreldrar. Handbókina má líka nálgast hér, Handbók foreldra 2020 – 2021

Nánar
08 sep'20

Göngum í skólann

Dagana 2. september til 7. október tekur Ártúnsskóli þátt í verkefninu Göngum í skólann. Megin verkefni okkar þetta árið er að kortleggja öruggar gönguleiðir að skólanum, sem og varasama staði. Nemendur munu ræða saman um efnið og jafnvel fara út og skoða aðstæður, leiðirnar verða svo merktar inn á kort af hverfinu. Markmiðið er að…

Nánar
13 ágú'20

Skólastarf grunnskóladeildar

Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 24. ágúst án aðkomu foreldra að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í samfélaginu. Nemendur í 2. – 4. bekk mæta kl. 10:00 Nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00 Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum til umsjónarkennara föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24. ágúst. Tímasetningar viðtala…

Nánar
21 júl'20

Sumarleyfi

Starfsfólk Ártúnsskóla er komið í sumarleyfi. Skrifstofan verður opnuð aftur eftir sumarleyfi 6. ágúst. Heimsókn fyrir verðandi 1. bekkinga verður þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15:00 – 16:00. Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 24. ágúst. Nemendur í  2. – 4. bekk mæta kl. 10:00 og nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00. Leikskóladeildin og frístundaheimilið…

Nánar
06 júl'20

Ella og Ragnheiður hætta í leikskólanum

Ella og Ragnheiður eru að hefja þá vegferð að hætta störfum og fara á eftirlaun. Ella hefur unnið í leikskólanum okkar í 31 ár sem hét lengst af Kvarnaborg . Ragnheiður hóf störf í leikskólanum þegar hann opnaði 1987 og fór svo að vinna á öðrum leikskólum og endar starfsferil sinn hjá okkur. Þær hafa…

Nánar
16 jún'20

Rannveig kvödd

Í gær kvaddi Skóla- og frístundasvið Rannveigu Andrésdóttur fyrrverandi skólastjóra Ártúnsskóla. Starfsfólk og nemendur Ártúnsskóla kvöddu hana um áramótin en við viljum enn og aftur þakka henni fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Nánar
10 jún'20

Útskrift nemenda úr 7.BL

Í ár voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn nemendur 7. BL sem halda á nýjar slóðir í haust og við óskum þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Takk fyrir samveruna í Ártúnsskóla. Myndir frá athöfninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
10 jún'20

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Pétur Atli Kárason nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Pétur Atli var tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd og einstaklega samvinnufús og hjálpsamur við alla skólafélaga. Hann er leiðandi í jákvæðum samskiptum og nýtur trausts og virðingar skólafélaga og starfsfólks Ártúnsskóla. Pétur Atli býr…

Nánar
08 jún'20

Óskilamunir

Óskilamunir verða aðgengilegir út fimmtudaginn í þessari viku. Að þeim tíma loknum er farið með óskilamuni til góðgerðarsamtaka. Endilega gefið ykkur því tíma til að koma við í skólanum fram á fimmtudag til að fara yfir það sem er á borðinu.

Nánar