Skip to content
11 des'19

Jólahúfudagur 13. desember

Nemendafélag skólans stendur fyrir jólahúfudegi föstudaginn næsta, þann 13. desember í leik- og grunnskóladeild. Krakkarnir í stjórn  FUÁ hvetja alla, bæði nemendur og starfsfólk að mæta í skólann með jólahúfu á höfðinu þennan dag.

Nánar
11 des'19

Frá samveru 2. HÞ

Samvera 2. HÞ var föstudaginn 22. nóvember. Nemendur fóru með vísur úr bókinni „Sjóræningjarnir í næsta húsi“  í þýðingu Braga Baggalúts. Bókin hafði verið viðfangsefni í íslensku og unnið með textann í anda Byrjendalæsis. Hugmyndin kom frá börnunum um að flytja vísurnar á samveru bekkjarins. Nemendur hönnuðu og bjuggu til sviðsmynd og búninga. Í lokin…

Nánar
10 des'19

Allir nemendur sóttir í dag

Vegna appelsínugulrar viðvörunar eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að sækja börn sín strax eftir skóla kl. 13:20 og 14:00 og leikskólabörn í síðasta lagi kl. 15:00 í dag, þriðjudaginn 10. desember. Öll frístundastarfsemi og allt félagsmiðstöðvarstarf hefur verið fellt niður. Spáð er miklu hvassviðri frá 15:00 og fram á nótt. Schools and leisure activities in Reykjavík…

Nánar
10 des'19

Samvera hjá 1. bekk

Nemendur í 1. BÞ sáu um föstudagssamveru síðasta föstudag þar sem þeir fóru með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Frumraun þeirra á sviði tókst einkar vel. Að lokinni dagskrá var svo foreldrakaffi fyrir gestina. Myndir frá samverunni má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
04 des'19

Piparkökubakstur í leikskólanum

Börnin í leikskólanum bökuðu piparkökur í dag og einbeitingin skein úr hverju andliti. Þau ætla að geyma piparkökurnar þar til í næstu viku og bjóða foreldrum sínum að smakka þegar þeir koma í heimsókn fimmtudaginn 12. desember í leitina af jólasveininum. Þá munu börn, foreldrar og kennarar leikskólans leita saman að Stekkjastaur í nágrenni leikskólans.

Nánar
03 des'19

Vetrarhátíð í Grenndarskógi Ártúnsskóla

Síðastliðinn föstudag 29. nóvember var blásið til Vetrarhátíðar í Grenndarskógi Ártúnsskóla í tilefni af fullveldisafmæli þjóðarinnar. Veðrið lék við okkur þennan dag.  Þemað heilsurækt í umhverfinu var haft í hávegum. Allir nemendur unnu saman í aldursblönduðum hópum í Grenndarskóginum. Dæmi um verkefni sem unnin voru eru samvinnuleikir, boðhlaup, fræðsla og útieldun. Vetrarhátíðin gekk mjög vel,…

Nánar
02 des'19

Dagskrá desember mánaðar

Desember dagsskráin í Skólaseli er fjölbreytt og spennandi að vanda. Klúbbar sem verða í boði eru Jólaklúbbur, Snyrtiklúbbur, Jólabakstursklúbbur og Lærðu að teikna klúbbur. Börnin velja sér einn klúbb sem þau fara í næstu þrjá mánudaga. Það verður opið hús í Skólaseli þriðjudaginn 10. desember frá klukkan 15:00 – 16:30, þá fá foreldrar tækifæri til…

Nánar
27 nóv'19

Heimsókn í 1. bekk

Elstu börn leikskólans fóru í skólaheimsókn í fyrsta bekk í dag. Þar unnu þau í verkefnahefti, snæddu nesti og fóru með 1. bekkingum í frímínútur. Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.

Nánar
27 nóv'19

Lesið fyrir leikskólanemendur

Leikskólabörnin tóku vel á móti krökkunum í 4.bekk um daginn þegar þau komu og lásu fyrir þau nokkrar bækur. Að lestri loknum þá sýndu leikskólabörnin þeim allskyns dót og þau léku sér saman í dágóða stund. Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
26 nóv'19

Jólaföndur Foreldrafélags Ártúnsskóla

Jólaföndur Foreldrafélags Ártúnsskóla verður haldið laugardaginn 30. nóvember frá kl 10 – 13 í sal grunnskóladeildar skólans. Skreyttar verða piparkökur, málaðar jólamyndir og fleira skemmtilegt sem kemur okkur í jólaskap. Glassúr í ýmsum litum verður á staðnum og málning til að mála með. Nemendur í 6. bekk verða einnig með sinn árlega kökubasar. Jólaföndrið er…

Nánar