Samvera í umsjón 5.ÓS
Nemendur í 5. bekk höfðu umjón með föstudagssamveru dagsins. Nemendur höfðu unnið að kynningum um valin lönd í heiminum sem þeir kynntu fyrir skólafélögum sínum og foreldrum. Myndir frá samverunni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.
Nánar100 daga hátíð
Í dag fögnuðu nemendur í 1. bekk fyrstu 100 grunnskóladögum. Nemendur útbjuggu kórónur og listaverk af sér þegar þeir yrðu 100 ára. Dagurinn var haldinn hátíðlegur með léttum veitingum og gleði. Fleiri myndir eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.
NánarÞakkardagur hjá vinaliðum
Vinaliðar haustsins kláruðu sína vinnu í liðinni viku og á þriðjudaginn var þakkardagurinn þeirra. Þau fóru á skauta í Egilshöll og í pizzuveislu á Glósteini. Í næstu viku verða svo tilnefndir nýir vinaliðar í bekkjunum. Upplýsingar um vinaliðaverkefnið má sjá á heimasíðu verkefnisins vinalidar.is
NánarFræðslukvöld fyrir foreldra
Austurmiðstöð, Gróska og forvarnarfélag frístundamiðstöðvarinnar Brúin standa fyrir fræðslu fyrir foreldra í hverfinu um kvíða barna og unglinga. Fræðslan fer fram í Hlöðunni í Gufunesbæ þriðjudaginn 17. janúar kl. 19:00 – 20:00.
NánarJólakveðja
Við erum þakklát og glöð og hlökkum til nýs árs og nýrra verkefna og tækifæra. Grunnskóladeildin er komin í jólaleyfi en opið er í leikskóladeild og frístund alla daga nema helgidaga. Mánudagur 2. janúar er starfsdagur í leikskóla og grunnskóla en þann dag er opið í frístundaheimilinu fyrir þau börn sem þar eru skráð. Skólastarf…
NánarJólaskemmtun
Í dag voru ,,Litlu jólin“ hjá okkur í grunnskólanum. Jólaskemmtun var í höndum nemenda í 6. GS þetta árið og þau settu á svið undurfagran helgileik og jólaleikritið ,,Jólasveinarnir“ sem byggt á jólavísum Jóhannesar úr Kötlum eftir Sigrúnu Björk Cortes. Nemendur stóðu sig með prýði og allir höfðu gaman af. Myndir frá skemmtuninni eru í…
NánarJólaföndur foreldrafélagsins
Jólaföndur Foreldrafélags Ártúnsskóla verður haldið laugardaginn næsta, þann 3. desember frá kl 10 – 13 í sal grunnskólans. Skreyttar verða piparkökur, málaðar jólamyndir og fleira skemmtilegt sem kemur okkur í jólaskap. Glassúr í ýmsum litum verður á staðnum og málning til að mála með. Jólaföndrið er að sjálfsögðu í boði fyrir bæði grunnskólann og leikskólann.…
NánarSamvinna nemenda í 1. – 4. bekk
Í dag, mánudag, hittust allir fjórir árgangarnir á yngra stigi grunnskólans og föndruðu saman með saltleir og negulnöglum inn á sal og var jólagleðin allsráðandi. Yngsta stigið í grunnskólanum mun hittast reglulega fram að jólum og gera eitthvað skemmtilegt saman í samkennslustundum. Verkefnið er hugsað til að efla félagatengsl milli árganga og bjóða þeim fleiri…
NánarStarfsdagur á þriðjudaginn
Á þriðjudaginn næsta þann 22. nóvember er starfsdagur á öllum deildum skólans og því frídagur hjá nemendum.
NánarÍslenskuverðlaun ungafólksins
Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í Hörpu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituð máli. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Að þessu sinni var Bjartmar Lindberg…
Nánar