Skip to content

Foreldrasamstarf

Frá stofnun nýs sameinaðs Ártúnsskóla 2012 hefur verið starfrækt eitt sameiginlegt foreldrafélag við skólann.

Foreldrafélög eru lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla og það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnunar þess og að aðstoða félagið eftir þörfum. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltúa í skólaráð. Í 10. grein laga um leikskóla kemur fram að leikskólastjóri skuli stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að leiðarljósi.

Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:
• Að styðja við skólastarfið
• Stuðla að velferð nemenda skólans
• Efla tengsl heimilis og skóla
• Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
• Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Á vef heimilis og skóla má finna ítarlegar upplýsingar fyrir foreldra um skólastarf.

Foreldravefur borgarinnar er einnig mjög gagnlegur foreldrum barna á leik- og grunnskóla aldri.