Skip to content

Foreldrafélag Ártúnsskóla

Almennar upplýsingar

Frá sameiningu grunnskólans Ártúnsskóla og leikskólans Kvarnaborgar árið 2012 hefur verið starfrækt eitt sameiginlegt foreldrafélag við skólann.

Foreldrafélög eru lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla og það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnunar þess og að aðstoða félagið eftir þörfum. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltúa í skólaráð.

Í 10. grein laga um leikskóla kemur fram að leikskólastjóri skuli stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að leiðarljósi.

Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:
• Að styðja við skólastarfið
• Stuðla að velferð nemenda skólans
• Efla tengsl heimilis og skóla
• Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
• Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu.

Lög foreldrafélags Ártúnsskóla

Fréttir úr starfi

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á miðvikudaginn næsta, þann 21. október er samskiptadagur í grunnskólanum. Dagurinn er fremur óhefðbundinn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og foreldrar hafa val um símtal eða fjarfund. …

Nánar