Skip to content
03 apr'20

Tími til að lesa

Þann 1. apríl var hleypt af stokkunum lestarverkefni fyrir þjóðina alla þar sem börn og fullorðnir eru hvattir til að nýta tíma til lesturs í samkomubanni. Lestrarátakið er frá 1. – 30. apríl og þjóðin keppir að því markmiði að slá heimsmet í lestri.  Þetta verkefni er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Eins og…

Nánar
01 apr'20

Bangsar í glugga – lífbreytileiki

Verkefni sem gengur í landinu bangsar í glugga er að vekja eftirtekt margra og mörg heimili eru að taka þátt.  Bæði með því að setja bangsa í glugga sem og að fara út og telja bangsana og skoða. Landvernd vekur athygli á málinu í tengslum við lífbreytileika og það er svo gaman að lífbreytileiki er…

Nánar
24 mar'20

Skipulag skólastarfs 23. mars – 3. apríl

Skipulag skólastarfs grunnskóladeildar 23. mars – 3. apríl. Hér má nálgast skipulagið á pdf formi til útprentunar.  1. bekkur mánudagur miðvikudagur föstudagur Frá kl. 10 – 13:20 í skóla og 13:20 – 16:15 í frístund Nemendur þurfa tvöfalt nesti, hádegisnesti og síðdegishressingu. Athugið að það er ekki hægt að hita eða kæla nestið. 2. bekkur…

Nánar
16 mar'20

Skólastarf 17. – 20. mars

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs, sem mun taka talsverðum breytingum í því samkomubanni sem lagt hefur verið á og tók gildi á miðnætti. Óhjákvæmilega felur það í sér að skólastarf verður ekki með sama hætti og áður og ný framkvæmd á skólastarfinu tekur tímabundið við frá morgundeginum, þriðjudeginum 17. mars. Markmiðið…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur á öllum deildum mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars…

Nánar
10 mar'20

Hálfur starfsdagur miðvikudaginn 11. mars

Á miðvikudaginn 11. mars er hálfur starfsdagur samkvæmt skóladagatali grunnskóladeildar. Þann dag fara nemendur heim kl. 12 eftir að hafa borðað hádegismat. Þeir nemendur sem eiga vistun í Skólaseli þennan dag fara þangað eftir að kennslu lýkur.

Nánar
09 mar'20

Verkfalli Sameykis aflýst

Skólahald í grunnskóladeild og frístund verður því með hefðbundnu sniði. Starfsemi leikskóladeildar er þó ennþá skert þar sem starfsmenn Eflingar í leikskóladeild eru enn í verkfalli. Póstur hefur verið sendur á foreldra vegna skerðingar á vistunartíma í leikskólanum.

Nánar
08 mar'20

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls Sameykis

Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til ótímabundins verkfalls sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg frá og með 9. mars. Allt starfsfólk í Sameykis sem starfar í grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif  á starfsemi Ártúnsskóla enda…

Nánar
05 mar'20

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Guðríðarkirkju í dag 5.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni voru Baldur Björn Arnarsson og Hera Arnardóttir úr 7. BL. Þau gerðu sér lítið fyrir og enduðu bæði sem sigurvegarar. Hera var í fyrsta sæti og Baldur í öðru sæti. Við erum afskaplega stolt af…

Nánar
03 mar'20

Upplýsingar vegna COVID-19 kórónaveirunnar

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði.  Ef börn eða…

Nánar