Skip to content
16 nóv'20

Íslenskuverðlaun ungafólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins i bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs.  Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.  Vegna COVID-19 og samkomutakmarkana voru verðlaunin í ár afhent…

Nánar
13 nóv'20

Skrímsli

Heimaverkefni nemenda 5. bekkjar síðustu viku var að búa til skrímsli, mæla stærð þess og velja því nafn og eiginleika. Einnig átti að semja reglur fyrir samfélag skrímslisins og skrifa sögu um það. Föstudaginn 13. mættu svo öll þessi skrímsli í skólann og voru kynnt fyrir bekknum og hinum furðuverunum sem nemendur höfðu skapað úr…

Nánar
06 nóv'20

Hreinsun skólalóðarinnar

Nemendur í 7.LR fóru út í dag og tóku til á skólalóðinni. Nemendurnir stóðu sig með prýði og fundu margskonar rusl sem á ekki á heima í umhverfinu okkar eða á leiksvæðum barna eins og einnota grímur, plast, hjólagrind o.fl. Nemendur gættu vel að fjarlægðarmörkum og fóru í einu og öllu eftir reglum Almannavarna.

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka

Við gerðum okkur glaðan dag í skólanum í dag og klæddumst búningum í tengslum við hrekkjavökuna. Foreldrafélag skólans gaf skólanum efni til skreytingar og sendi öllum nemendum hrekkjavökumuffins í tilefni dagsins. Samkvæmt skóladagatali var líka bangsadagur þannig að einhverjir bangsar fengu að koma með í skólann. Í hádeginu borðuðum við pizzu og ís og nemendur…

Nánar
16 okt'20

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á miðvikudaginn næsta, þann 21. október er samskiptadagur í grunnskólanum. Dagurinn er fremur óhefðbundinn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og foreldrar hafa val um símtal eða fjarfund.  Á samskiptadaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum fimmtudag, föstudag og mánudag, 22.…

Nánar
15 okt'20

Bleikur dagur

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Föstudagurinn 16. október er tileinkaður þessu átaksverkefni og í tilefni dagsins hvetur nemendafélag skólans FUÁ alla nemendur og starfsfólk til að klæðast eða bera eitthvað bleikt á morgun föstudag.  

Nánar
02 okt'20

Stjórn FUÁ og skólaráðsfulltrúar

Nemendur í stjórn FUÁ, nemendafélags skólans kynntu sig og starf nemendafélagsins á föstudagssamverunni í morgun. Stjórnin sýndi nemendum hugmyndakassa sem verður inni á bókasafni. Þar geta allir nemendur skólans sett inn hugmyndir að starfi nemendafélagsins fyrir veturinn. Í skólaráði eiga tveir nemendur sæti hvert ár. Í ár sitja fyrir hönd nemenda í skólaráði Sóldís Perla…

Nánar
22 sep'20

Starfsdagur í grunnskóla- og leikskóladeild

Á mánudaginn næsta þann 28. september er starfsdagur í grunnskóla- og leikskóladeild. Opið er í Skólaseli þennan dag fyrir þá nemendur grunnskólans sem þar eru skráðir sérstaklega í lengda viðveru. Á löngum dögum er opið frá kl. 8:00 – 17:00 í Skólaseli. Skráning í lengda viðveru í Skólaseli fer fram hér: https://fristund.vala.is/umsokn/#/login

Nánar
15 sep'20

Ólympíuhlaup ÍSÍ á íþróttadegi

Á morgun miðvikudag er íþróttadagur hjá okkur í grunnskóladeildinni og að þessu sinni ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ í tilefni dagsins. Að hlaupi loknu verða fimm stöðvar í boði fyrir nemendur þar sem nemendur velja sér stöðvar til að fara á. Við minnum nemendur á að koma klæddir eftir veðri þennan dag og í…

Nánar