Skip to content
16 ágú'21

Síðasta vikan í sumarfrístund

Síðasta vikan í sumarfrístund er þessa vikuna. Dagskrá fyrir vikuna má sjá hér.  Í næstu viku hefst svo vetrarstarf Skólasels þriðjudaginn 24. ágúst.  

Nánar
11 ágú'21

Sumarfrístund í ágúst

Sumarfrístund er komin úr sumarleyfi og verður opin til 20. ágúst. Mánudaginn 23. ágúst er lokað í frístund og dagurinn nýttur til að skipuleggja vetrarstarfið. Fyrsti dagur í vetrarfrístund er 24. ágúst. Dagskrá sumarfrístundar þessarar viku má sjá hér.   

Nánar
28 jún'21

Líf og fjör í sumarfrístund

Það er líf og fjör í sumarfrístund skólasels þessa dagana. Í síðustu viku var varið í sundferð í Kópavog, Fjölskyldu – og húsdýragarðinn og í Nauthólsvík. Í dag er heimadagur sem er jafnan á mánudögum og þann dag fá nemendur að koma með hugmyndir að skipulagi vikunnar. Dagskrá þessarar viku 28. júní – 2. júlí…

Nánar
25 jún'21

Sumarleyfi

Skrifstofa Ártúnsskóla verður opnuð eftir sumarleyfi 9. ágúst. Opið er í leikskóladeild og frístund til og með 6. júlí. Sumarlokun í leikskóladeild og í frístundaheimili er frá 7. júlí til og með 4. ágúst. Á þessum deildum verður opnað aftur fimmtudaginn 5. ágúst. Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 23. ágúst. Nemendur í  2. – 4. bekk…

Nánar
16 jún'21

Mikið magn óskilamuna

Mikið magn óskilamuna liggur eftir í grunnskólanum eftir veturinn. Borð með óskilamunum er á ganginum frá skólaseli niður að íþróttahúsi, gengið inn um innganginn í skólsel. Borðið verður uppi út þriðjudaginn 22. júní, eftir það verður farið með það sem ekki verður sótt í endurvinnslu. Við vonumst til þess að foreldrar/forráðamenn komi við næstu daga…

Nánar
10 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent við hátíðalega athöfn í Laugalækjarskóla 7. júní. Það voru 33 nemendur úr 4. – 10. bekk í skólum borgarinnar sem tóku þar við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa og formanns skóla- og frístundaráðs. Jón Kristófer Ólason nemandi í 7. bekk hlaut verðlaunin að þessu sinni og óskum…

Nánar
09 jún'21

Útskrift 7. LR

Í dag voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn nemendur 7. LR sem halda á nýjar slóðir í haust. Við óskum þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Takk fyrir samveruna í Ártúnsskóla. Myndir frá athöfninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.

Nánar
09 jún'21

Fótboltamót FUÁ

Í gær var árlegt fótboltamót FUÁ, nemendafélagsins okkar. Þar kepptu nemendur í 4. – 7. bekk í tveimur riðlum þar sem hart var barist til síðustu stundar. Sigurliðið að þessu sinni var úr 7. bekk. Í örðu sæti var lið úr 6. bekk og prúðastaliðið var lið úr 4. bekk.  Starfsmenn tóku líka þátt í…

Nánar
09 jún'21

Lestrarhestar Ártúnsskóla

Nemendur í Ártúnsskóla hafa verið mjög duglegir að lesa í vetur. Á föstudagssamverum vetrarins hafa nemendur fengið viðurkenningar fyrir lestur sem skólasafnið stendur fyrir og nemendur hafa verið duglegir að taka þátt.  Þó svo að samverurnar okkar hafi legið niðri á tímabili voru viðurkenningar afhentar í kennslustofum meðan það tímabil gekk yfir. Rannsóknir hafa sýnt…

Nánar
07 jún'21

Vorhátíð

Það var hátíðisdagur hjá okkur í dag. Skólinn fékk afhentan grænfána í fimmta sinn en við höfum flaggað fána síðan árið 2008. Sigurlaug Arnardóttir verkefnastjóri hjá Landvernd kom í heimsókn og afhenti okkur fánann við hátíðlega athöfn. Það var umhverfisráð skólans sem tók á móti fánanum að viðstöddum nemendum skólans.  Að athöfn lokinni voru leikjastöðvar…

Nánar