Skip to content
13 jan'20

Viðbrögð vegna veðurs á morgun þriðjudag

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu fyrir morgundaginn og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Nánar
09 jan'20

Röskun vegna veðurs í dag

Gul viðvörun hefur tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudaginn 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Ekki er talin þörf á að foreldrar og forráðamenn sæki börn…

Nánar
09 jan'20

Mikið magn óskilamuna

Mikið hefur safnast upp af óskilamunum hjá okkur í grunnskólanum í haust. Búið er að koma óskilamunum fyrir á borði við skrifstofuna. Endilega gefið ykkur tíma næstu daga til að kíkja við og fara yfir óskilamunina, þarna leynast mikil verðmæti. Við munum pakka þessu saman á miðvikudaginn í næstu viku og fara með í Rauðakrossinn…

Nánar
03 jan'20

Starfsdagur í leik- og grunnskóla 8. janúar frá kl. 12:00

Miðvikudaginn næsta, þann 8. janúar er skipulagsdagur starfsfólks frá 12:00 á hádegi í leik- og grunnskóla. Leikskólinn lokar kl. 12:00 og nemendur borða hádegismat áður en þeir fara heim.  Nemendur í grunnskóla borða hádegisverð kl. 11:40 og skóla lýkur kl. 12:00. Nemendur sem eiga vistun í Skólaseli fara þangað að loknum hádegisverði en aðrir fara…

Nánar
30 des'19

Notalegur ,,kósý“ dagur 2. janúar

Fyrsti skóladagur eftir jólaleyfi er 2. janúar 2020. Þann dag er hefðbundin stundaskrá í leik- og grunnskóla sem og í Skólaseli. Í grunnskóladeildinni ætlum við þó að breyta aðeins til og vera með „kósý“  dag. Við ætlum öll að mæta í þægilegum ,,kósý“ fötum í skólann og svo er nemendum leyfilegt að koma með sparinesti,…

Nánar
20 des'19

Jólakveðja

Starfsfólk Ártúnsskóla sendir kveðjur um gleðileg jól og farsælt komandi ár og við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Grunnskóladeildin en á leið í jólaleyfi en opið er í leikskóladeild yfir jólin nema á almennum frídögum. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá og dagskipulagi fimmtudaginn 2. janúar 2020.

Nánar
20 des'19

Jólaskemmtun 6.LR

Í dag voru litlu jólin okkar í grunnskóladeildinni. Nemendur mættu prúðbúnir í skólann á stofujól með bekkjarfélögum sínum og svo var skemmtun á sal í umsjón nemenda í 6.LR sem settu á svið helgileik og leikritið um Bláa hnöttinn. Fyrst í morgun voru þau með sýningu fyrir foreldra sína og svo fyrir skólafélaga sína. Dagskráin…

Nánar
19 des'19

Opið hús í Skólaseli

Á þriðjudaginn var mikil kátína á opnu húsi í Skólaseli. Jólabakstursklúbbur var búinn að skreyta piparkökuhús sem voru borðuð með mikilli gleði, einnig voru mandarínur í boði. Mjög góð mæting frá foreldrum sem var gaman að sjá. Nokkrar myndir af opna húsinu má sjá í myndaalbúmi síðunnar.

Nánar
18 des'19

Heimsókn í hesthús – 2. HÞ

Í vikunni hafa nemendur í 2.HÞ farið í heimsókn í hesthúsahverfið í Víðidal í hesthúsið hjá Herði, kennaranum sínum. Veðrið lék við þau og nemendur gáfu brauð, klöppuðu, kembdu og fengu að prófa að sitja á baki. Þetta var mikil upplifun og það var gaman að sjá hvað allir komu vel fram við hestana. Nemendur…

Nánar
17 des'19

Frá opnun jólasýningar Árbæjarsafns

Fimmti bekkur tók þátt í jóladagskrá Árbæjarsafns á sunnudaginn var þar sem nemendur sungu og dönsuðu í kringum jólatré ásamt fjölskyldum sínum. Það komu hoppandi kátir jólasveinar klæddir í skinnskó og ullarvesti og dönsuðu með þeim við harmonikku undirleik.  

Nánar