Fréttir
Öskudagur og úrslit í lestrarspretti
Það var einstaklega gaman hjá okkur í skólanum í dag þar sem nemendur og starfsfólk í skemmtilegum búiningum settu svip á skólastarfið. Við fórum öll saman út og sungum og úrslit voru kynnt í lestrarspetti skólans. Allir bekkir fengu viðurkenningu fyrir lesturinn og allt í allt lásu nemendur 77.606 mínútur sem gerir 1293 klukkutíma og…
NánarSamskiptadagur og vetrarleyfi
Á föstudaginn er samskiptadagur í grunnskólanum. Dagurinn er fremur óhefðbundinn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og foreldrar hafa fengið boð á fjarfundi. Á samskiptadaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum mánudag og þriðjudag 22. og 23. febrúar. Vetrarleyfi tekur til…
NánarStóra upplestarkeppnin
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í skólanum í dag. Þar lásu fimm nemendur í 7. bekk í úrslitakeppni skólans. Dómnefnd valdi tvo fulltrúa úr hópnum sem keppa til úrslita í hverfinu okkar í Árbæjarkirkju 11. mars. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og erfitt var fyrir dómnefnd að velja fulltrúa skólans. Sigurvegarar voru…
NánarHundrað daga hátíð
Í dag héldu nemendur 1. BJ upp á hundraðasta daginn sinn í skóla. Nemendur undirbjuggu hátíðina með því að skreyta stofuna og búa til kórónur en hver kóróna var með 10 strimla og 10 hlutir voru teiknaðir á hvern strimil, samtals 100 hlutir. Nemendur teiknuðu einnig af sér sjálfsmyndir þegar þeir yrðu 100 ára, sem…
NánarStarfsdagur í leik- og grunnskóla
Á föstudaginn næsta, þann 5. febrúar er starfsdagur hjá starfsmönnum grunnskóla og leikskóla. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð sérstaklega.
NánarTækjastund í umbun í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk hafa verið duglegir að mæta í skólapeysunum sínum og völdu í samráði við kennarann sinn umbun og fyrir valinu að þessu sinni var að hafa tækjastund. Tækjastundin var eftir hádegi í dag en þar sem það hafa ekki allir gaman af tölvum og símum þá valdi einn nemandi að koma með…
NánarLestrarviðurkenningar
Nemendur skólans eru mjög duglegir að lesa þessa dagana enda að síga á seinni hluta lestrarsprettsins sem lýkur á mánudaginn. Nemendur hafa verið duglegir að safna mínútum í lestrinum en samhliða því hafa nemendur verið að lesa bækur sem tilheyra dreka- og prinsessulestri skólasafnins. Um miðja næstu viku kemur í ljós hvaða bekkir fá verðlaun…
NánarKynning á byrjendalæsisstarfi skólans
Þórrún, Berta og Hörður voru með áhugaverða kynningu fyrir samstarfsfélaga í vikunni á verkefnum sínum í byrjendalæsi. Verkefnin vöktu áhuga samstarfsfélaga sem höfðu gagn og gaman af.
NánarBindi á bóndadegi í 1.BJ
Nemendur í 1. bekk bjuggu í dag til bindi handa „Besta bónda í heimi“ í tilefni bóndadagsins í dag. Hér má heyra þau flytja kveðju í tilefni dagsins.
NánarStjörnur í smíðakennslu
Nemendur í 2.BS voru að læra ýmislegt um tré og viðarnotkun, svo sem að engin tegund lifandi trjáa heitir jólatré, hvaða tilgang könglar hafa og hvernig hægt er að telja árhringi. Einnig æfðu allir handtökin við að negla nagla á réttum stöðum og hæfilega djúpt í fjöl. Með því að vefja bandi um naglana í…
Nánar