Skip to content
17 sep'21

Dagskrá í Skólaseli

Starfið í Skólaseli er komið á gott ról og börnin una vel við leik og störf.  Elstu börnin í Skólaseli eru úr fjórða bekk og í vetur verður sérstakt starf fyrir þau á miðvikudögum og föstudögum. Skipulag fyrir september Skipulag fyrir 4. bekk í september

Nánar
10 sep'21

Kynningarfundir árganga 13. – 23. september

Kynningarfundir árganga verða að þessu sinni fjarfundir. Kynningarnar fara fram dagana 13. – 23. september kl. 14:30. – 15:00. Á fundunum kynna umsjónarkennarar áherslur og skipulag vetrarins. Umsjónarkennarar munu senda tengil á fundinn með nokkurra daga fyrirvara. Mánudagur 13.09 Þriðjudagur 14.09 Fimmtudagur 16.09 Föstudagur 17.09 Mánudagur 20.09 Þriðjudagur 21.09 Fimmtudagur 23.09 5.GS 7.BÓ 6.LB 3.BS…

Nánar
09 sep'21

Úti íþróttir á haustdögum

Íþróttakennsla hefur mest megnis farið fram úti núna á haustdögum. Yngstu börnin í fyrsta og öðrum bekk hafa  verið einstaklega dugleg í tímunum.  Það hefur verið farið í göngutúra um hverfið og gerðar æfingar, hlaupið og æft sig í að fara eftir reglum úti í hóp. Í göngutúrunum gengur íþróttakennarinn fremstur og nemendur mega ekki…

Nánar
09 sep'21

Gönguferð í Búrfellsgjá

Það var einstaklega skemmtilegur dagur í grunnskóladeild Ártúnsskóla í gær.  Í tilefni af árlegum íþróttadegi skólans og upphafi  árverkni verkefnisins „göngum í skólann“ var haldið í gönguferð. Nemendur og starfsfólk grunnskólans fóru í rútu upp í Heiðmörk og gengu að Búrfellsgjá. Allir nemendur stóðu sig vel í göngunni og það er ánægjulegt að segja frá því…

Nánar
18 ágú'21

Skólasetning

Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 23. ágúst og er án aðkomu foreldra að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í samfélaginu. Nemendur í 2. – 4. bekk mæta kl. 10:00 Nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00 Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum til umsjónarkennara þennan dag og boðun viðtala hefur nú…

Nánar
16 ágú'21

Síðasta vikan í sumarfrístund

Síðasta vikan í sumarfrístund er þessa vikuna. Dagskrá fyrir vikuna má sjá hér.  Í næstu viku hefst svo vetrarstarf Skólasels þriðjudaginn 24. ágúst.  

Nánar
11 ágú'21

Sumarfrístund í ágúst

Sumarfrístund er komin úr sumarleyfi og verður opin til 20. ágúst. Mánudaginn 23. ágúst er lokað í frístund og dagurinn nýttur til að skipuleggja vetrarstarfið. Fyrsti dagur í vetrarfrístund er 24. ágúst. Dagskrá sumarfrístundar þessarar viku má sjá hér.   

Nánar
28 jún'21

Líf og fjör í sumarfrístund

Það er líf og fjör í sumarfrístund skólasels þessa dagana. Í síðustu viku var varið í sundferð í Kópavog, Fjölskyldu – og húsdýragarðinn og í Nauthólsvík. Í dag er heimadagur sem er jafnan á mánudögum og þann dag fá nemendur að koma með hugmyndir að skipulagi vikunnar. Dagskrá þessarar viku 28. júní – 2. júlí…

Nánar
25 jún'21

Sumarleyfi

Skrifstofa Ártúnsskóla verður opnuð eftir sumarleyfi 9. ágúst. Opið er í leikskóladeild og frístund til og með 6. júlí. Sumarlokun í leikskóladeild og í frístundaheimili er frá 7. júlí til og með 4. ágúst. Á þessum deildum verður opnað aftur fimmtudaginn 5. ágúst. Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 23. ágúst. Nemendur í  2. – 4. bekk…

Nánar