Skip to content
16 okt'20

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á miðvikudaginn næsta, þann 21. október er samskiptadagur í grunnskólanum. Dagurinn er fremur óhefðbundinn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og foreldrar hafa val um símtal eða fjarfund.  Á samskiptadaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum fimmtudag, föstudag og mánudag, 22.…

Nánar
15 okt'20

Bleikur dagur

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Föstudagurinn 16. október er tileinkaður þessu átaksverkefni og í tilefni dagsins hvetur nemendafélag skólans FUÁ alla nemendur og starfsfólk til að klæðast eða bera eitthvað bleikt á morgun föstudag.  

Nánar
02 okt'20

Stjórn FUÁ og skólaráðsfulltrúar

Nemendur í stjórn FUÁ, nemendafélags skólans kynntu sig og starf nemendafélagsins á föstudagssamverunni í morgun. Stjórnin sýndi nemendum hugmyndakassa sem verður inni á bókasafni. Þar geta allir nemendur skólans sett inn hugmyndir að starfi nemendafélagsins fyrir veturinn. Í skólaráði eiga tveir nemendur sæti hvert ár. Í ár sitja fyrir hönd nemenda í skólaráði Sóldís Perla…

Nánar
22 sep'20

Starfsdagur í grunnskóla- og leikskóladeild

Á mánudaginn næsta þann 28. september er starfsdagur í grunnskóla- og leikskóladeild. Opið er í Skólaseli þennan dag fyrir þá nemendur grunnskólans sem þar eru skráðir sérstaklega í lengda viðveru. Á löngum dögum er opið frá kl. 8:00 – 17:00 í Skólaseli. Skráning í lengda viðveru í Skólaseli fer fram hér: https://fristund.vala.is/umsokn/#/login

Nánar
15 sep'20

Ólympíuhlaup ÍSÍ á íþróttadegi

Á morgun miðvikudag er íþróttadagur hjá okkur í grunnskóladeildinni og að þessu sinni ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ í tilefni dagsins. Að hlaupi loknu verða fimm stöðvar í boði fyrir nemendur þar sem nemendur velja sér stöðvar til að fara á. Við minnum nemendur á að koma klæddir eftir veðri þennan dag og í…

Nánar
09 sep'20

Handbók foreldra

Handbók foreldra hefur verið uppfærð og er aðgengileg á heimasíðunni undir valmyndinni foreldrar. Handbókina má líka nálgast hér, Handbók foreldra 2020 – 2021

Nánar
08 sep'20

Göngum í skólann

Dagana 2. september til 7. október tekur Ártúnsskóli þátt í verkefninu Göngum í skólann. Megin verkefni okkar þetta árið er að kortleggja öruggar gönguleiðir að skólanum, sem og varasama staði. Nemendur munu ræða saman um efnið og jafnvel fara út og skoða aðstæður, leiðirnar verða svo merktar inn á kort af hverfinu. Markmiðið er að…

Nánar
13 ágú'20

Skólastarf grunnskóladeildar

Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 24. ágúst án aðkomu foreldra að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í samfélaginu. Nemendur í 2. – 4. bekk mæta kl. 10:00 Nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00 Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum til umsjónarkennara föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24. ágúst. Tímasetningar viðtala…

Nánar
21 júl'20

Sumarleyfi

Starfsfólk Ártúnsskóla er komið í sumarleyfi. Skrifstofan verður opnuð aftur eftir sumarleyfi 6. ágúst. Heimsókn fyrir verðandi 1. bekkinga verður þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15:00 – 16:00. Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 24. ágúst. Nemendur í  2. – 4. bekk mæta kl. 10:00 og nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00. Leikskóladeildin og frístundaheimilið…

Nánar
06 júl'20

Ella og Ragnheiður hætta í leikskólanum

Ella og Ragnheiður eru að hefja þá vegferð að hætta störfum og fara á eftirlaun. Ella hefur unnið í leikskólanum okkar í 31 ár sem hét lengst af Kvarnaborg . Ragnheiður hóf störf í leikskólanum þegar hann opnaði 1987 og fór svo að vinna á öðrum leikskólum og endar starfsferil sinn hjá okkur. Þær hafa…

Nánar