Skip to content
19 mar'21

Frá samveru 3.HÞ

Það var gleðistund í morgun þegar nemendur í 3.HÞ stigu á svið á föstudagssamveru og fluttu lag Skálmaldar ,,Narfi” fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur höfðu verið í þemavinnu um norræna goðafræði og atriði þeirra var hluti af vinnunni. Þetta var fyrsta skemmtun vetrarins í umsjón árganga og við hlökkum til að sjá hina bekkina stíga…

Nánar
16 mar'21

Nemendur 7. LR í skólabúðum

Nemendur í 7. bekk dvelja í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði þessa vikuna ásamt nemendum í Selás- og Árbæjarskóla. Þar munu þau vinna að fjölbreyttum verkefnum og kynnast skólafélögum sínum fyrir næsta skólaár í unglingadeild Árbæjarskóla. Upplýsingar um skólabúðirnar og starfið þar má sjá á heimasíðu skólabúðanna.    

Nánar
12 mar'21

Leikjanámskeið vinaliða

Í dag kom verkefnastjóri vinaliðaverkefnins á Íslandi til okkar og var með leikjanámskeið frá kl. 9 – 12 fyrir þá nemendur sem eru vinaliðar í ár. Nemendur lærðu marga nýja leiki sem þeir munu kenna skólafélögum sínum í frímínútum fram á vorið. Vinaliðaverkefnið eflir félags- og leiðtogafærni nemenda á sama tíma og verkefnið hefur forvarnargildi…

Nánar
11 mar'21

Verðlaunasæti í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Árbæjarkirkju í dag 11.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni í ár voru Bjarni Gabríel Bjarnason og Mirra Emilsdóttir úr 7.LR. Þau lentu bæði í úrslitasætum. Mirra varð í öðru sæti og Bjarni Gabríel í þriðja sæti. Við erum afskaplega stolt af þeim og óskum…

Nánar
17 feb'21

Öskudagur og úrslit í lestrarspretti

Það var einstaklega gaman hjá okkur í skólanum í dag þar sem nemendur og starfsfólk í skemmtilegum búiningum settu svip á skólastarfið. Við fórum öll saman út og sungum og úrslit voru kynnt í lestrarspetti skólans. Allir bekkir fengu viðurkenningu fyrir lesturinn og allt í allt lásu nemendur 77.606 mínútur sem gerir 1293 klukkutíma og…

Nánar
17 feb'21

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á föstudaginn er samskiptadagur í grunnskólanum. Dagurinn er fremur óhefðbundinn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og foreldrar hafa fengið boð á fjarfundi.  Á samskiptadaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum mánudag og þriðjudag 22. og 23. febrúar. Vetrarleyfi tekur til…

Nánar
16 feb'21

Stóra upplestarkeppnin

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í skólanum í dag. Þar lásu fimm nemendur í 7. bekk í úrslitakeppni skólans. Dómnefnd valdi tvo fulltrúa úr hópnum sem keppa til úrslita í hverfinu okkar í Árbæjarkirkju 11. mars. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og erfitt var fyrir dómnefnd að velja fulltrúa skólans. Sigurvegarar voru…

Nánar
04 feb'21

Hundrað daga hátíð

Í dag héldu nemendur 1. BJ upp á hundraðasta daginn sinn í skóla. Nemendur undirbjuggu hátíðina með því að skreyta stofuna og búa til kórónur en hver kóróna var með 10 strimla og 10 hlutir voru teiknaðir á hvern strimil, samtals 100 hlutir.  Nemendur teiknuðu einnig af sér  sjálfsmyndir þegar þeir yrðu 100 ára, sem…

Nánar
01 feb'21

Starfsdagur í leik- og grunnskóla

Á föstudaginn næsta, þann 5. febrúar er starfsdagur hjá starfsmönnum grunnskóla og leikskóla. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð sérstaklega.

Nánar
29 jan'21

Tækjastund í umbun í 5. bekk

Nemendur í 5. bekk hafa verið duglegir að mæta í skólapeysunum sínum og völdu í samráði við kennarann sinn umbun og fyrir valinu að þessu sinni var að hafa tækjastund. Tækjastundin var eftir hádegi í dag en þar sem það hafa ekki allir gaman af tölvum og símum þá valdi  einn nemandi að koma með…

Nánar