Skip to content
26 mar'21

Páskaleyfi

Nemendur í grunnskóladeild og frístund eru komnir í páskaleyfi til 6. apríl. Leikskóladeild fer í páskaleyfi frá 1. – 6. apríl. Skólastarf hefst í öllum deildum skólans samkvæmt skipulagi þriðjudaginn 6. apríl. Ef einhverjar breytingar verða á skólahaldi vegna covid og samkomutakmarkana eftir páskaleyfi látum við vita um þær um leið og þær berast. Gleðilega…

Nánar
24 mar'21

Snemmbúið páskaleyfi nemenda vegna Covid

Eins og komið hefur fram í fréttum í dag hefur ríkisstjórn Íslands tekið ákvörðun um að hefðbundið skólahald í grunnskólum fellur niður frá og með miðnætti í kvöld vegna stöðunnar í baráttunni við Covid. Nemendur í grunnskóladeild og frístundaheimili Ártúnsskóla fara því í snemmbúið páskafrí eftir daginn í dag.

Nánar
19 mar'21

Frá samveru 3.HÞ

Það var gleðistund í morgun þegar nemendur í 3.HÞ stigu á svið á föstudagssamveru og fluttu lag Skálmaldar ,,Narfi” fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur höfðu verið í þemavinnu um norræna goðafræði og atriði þeirra var hluti af vinnunni. Þetta var fyrsta skemmtun vetrarins í umsjón árganga og við hlökkum til að sjá hina bekkina stíga…

Nánar
16 mar'21

Nemendur 7. LR í skólabúðum

Nemendur í 7. bekk dvelja í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði þessa vikuna ásamt nemendum í Selás- og Árbæjarskóla. Þar munu þau vinna að fjölbreyttum verkefnum og kynnast skólafélögum sínum fyrir næsta skólaár í unglingadeild Árbæjarskóla. Upplýsingar um skólabúðirnar og starfið þar má sjá á heimasíðu skólabúðanna.    

Nánar
12 mar'21

Leikjanámskeið vinaliða

Í dag kom verkefnastjóri vinaliðaverkefnins á Íslandi til okkar og var með leikjanámskeið frá kl. 9 – 12 fyrir þá nemendur sem eru vinaliðar í ár. Nemendur lærðu marga nýja leiki sem þeir munu kenna skólafélögum sínum í frímínútum fram á vorið. Vinaliðaverkefnið eflir félags- og leiðtogafærni nemenda á sama tíma og verkefnið hefur forvarnargildi…

Nánar
11 mar'21

Verðlaunasæti í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Árbæjarkirkju í dag 11.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni í ár voru Bjarni Gabríel Bjarnason og Mirra Emilsdóttir úr 7.LR. Þau lentu bæði í úrslitasætum. Mirra varð í öðru sæti og Bjarni Gabríel í þriðja sæti. Við erum afskaplega stolt af þeim og óskum…

Nánar
17 feb'21

Öskudagur og úrslit í lestrarspretti

Það var einstaklega gaman hjá okkur í skólanum í dag þar sem nemendur og starfsfólk í skemmtilegum búiningum settu svip á skólastarfið. Við fórum öll saman út og sungum og úrslit voru kynnt í lestrarspetti skólans. Allir bekkir fengu viðurkenningu fyrir lesturinn og allt í allt lásu nemendur 77.606 mínútur sem gerir 1293 klukkutíma og…

Nánar
17 feb'21

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á föstudaginn er samskiptadagur í grunnskólanum. Dagurinn er fremur óhefðbundinn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og foreldrar hafa fengið boð á fjarfundi.  Á samskiptadaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum mánudag og þriðjudag 22. og 23. febrúar. Vetrarleyfi tekur til…

Nánar
16 feb'21

Stóra upplestarkeppnin

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í skólanum í dag. Þar lásu fimm nemendur í 7. bekk í úrslitakeppni skólans. Dómnefnd valdi tvo fulltrúa úr hópnum sem keppa til úrslita í hverfinu okkar í Árbæjarkirkju 11. mars. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og erfitt var fyrir dómnefnd að velja fulltrúa skólans. Sigurvegarar voru…

Nánar
04 feb'21

Hundrað daga hátíð

Í dag héldu nemendur 1. BJ upp á hundraðasta daginn sinn í skóla. Nemendur undirbjuggu hátíðina með því að skreyta stofuna og búa til kórónur en hver kóróna var með 10 strimla og 10 hlutir voru teiknaðir á hvern strimil, samtals 100 hlutir.  Nemendur teiknuðu einnig af sér  sjálfsmyndir þegar þeir yrðu 100 ára, sem…

Nánar