Skip to content
07 jún'21

Gönguferð 7.LR

Nemendur í 7. LR fóru í sinn árlega lengri göngutúr sem allir árgangar fara í að vori í liðinni viku. Í ár héldu þau að Vífilsstaðavatni þar sem nemendur fengu að njóta náttúrunnar í veðurblíðunni og kynnast hinu fjölbreytta fuglalífi sem er við vatnið. Viðbrögð fuglanna sem voru að vernda varpsstaði sína voru áhugaverð til…

Nánar
04 jún'21

Föstudagssamvera hjá 1. bekk

Nemendur í 1. BJ voru með föstudagssamveru á sal í morgun. Vegna sóttvarnarreglna var bekkjunum skipt í tvo hópa. Fyrst komu saman nemendur í 5. – 7. bekk og svo 2. – 4. bekk ásamt elstu börnum leikskólans. Nemendur 1. bekkjar stigu því tvisvar á svið og sýndu okkur myndband frá skólastarfi sínu í vetur…

Nánar
02 jún'21

Útinám í 3. bekk

Nemendur í 3.bekk hafa verið duglegir að læra utandyra í vor, meðal annars voru leiktæki á skólalóðinni mæld á alla kanta. Einnig voru búnir til flekar úr trjágreinum sem síðan fengu að sigla niður Elliðaárnar. Í einni kennslustundinni var farið niður í hólmann í Elliðaárdalnum. Þar ofbauð nemendum ruslið sem einhverjir höfðu skilið eftir og…

Nánar
31 maí'21

Danskennsla

Það er árlegur viðburður hjá okkur að fá Ragnar danskennara til þess að fara í nokkur grunnspor í samkvæmisdönsum með krökkunum.  Ragnar er búinn að vera síðustu vikurnar í dönsum eins og enskum valsi og cha cha cha og hafa allir haft gagn af og flestir gaman. Dansbikar Ártúnsskóla fengu krakkarnir í 7. bekk þetta…

Nánar
28 maí'21

Þakkardagur vinaliða

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliðana okkar í 4. – 7. bekk. Í lok hverrar annar fá vinaliðar þakkardag sem þakklæti fyrir vel unnin störf. Þeir nemendur sem eru vinaliðar hverju sinni sjá um leiki í morgun frímínútum fyrir skólafélagana, sem allir eru hvattir til að taka þátt í. Vinaliðarnir fóru heimsókn í Skemmtigarðinn í…

Nánar
21 maí'21

Aðalfundur FUÁ

Aðalfundur nemendafélags Ártúnsskóla (FUÁ) var haldinn á skólalóðinni í dag 21. maí. Fráfarandi stjórn fór yfir verkefni vetrarins og hápunkt vorsins sem er fótboltamót FUÁ sem fram fer þann 8. júní næstkomandi. Nýkjörnir fulltrúar fyrir næsta vetur voru einnig kynntir á aðalfundinum sem og nýir fulltrúar nemenda í skólaráð skólans. Fulltrúar í FUÁ næsta vetur…

Nánar
20 maí'21

Frá grænum degi

Nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla mættu í grænu í dag til stuðnings Daða og gagnamagninu sem keppa í Eurovision í kvöld. Nemendur í 1. og 2. bekk unnu ýmis verkefni sem tengjast keppninni. Þau teiknuðu t.d. Daða í fullri stærð 208 cm og báru saman hæð sína og Daða. Þau spáðu fyrir um gengi Daða í…

Nánar
06 maí'21

Starfsdagur allra deilda

Á mánudaginn næsta, þann 10. maí er starfsdagur á öllum deildum skólans og því frídagur hjá nemendum. Þennan dag hefur verið efnt til menntastefnumóts fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundar sem við ætlum að sjálfsögðu ekki að láta fram hjá okkur fara.

Nánar
21 apr'21

Gönguferð á Úlfarsfell

Í dag fórum við öll saman í fjallgöngu á Úlfarsfell, allur grunnskólinn og elstu börn leikskólans.  Ferðin hófst á rútuferð upp í Úlfarsárdal og þaðan gengum við öll saman upp á Úlfarsfell. Það var fremur kalt á toppnum en allir náðu þangað og þar snæddum við nesti. Fjallgangan tókst með eindæmum vel og það komu…

Nánar