Skip to content
28 maí'21

Þakkardagur vinaliða

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliðana okkar í 4. – 7. bekk. Í lok hverrar annar fá vinaliðar þakkardag sem þakklæti fyrir vel unnin störf. Þeir nemendur sem eru vinaliðar hverju sinni sjá um leiki í morgun frímínútum fyrir skólafélagana, sem allir eru hvattir til að taka þátt í. Vinaliðarnir fóru heimsókn í Skemmtigarðinn í…

Nánar
21 maí'21

Aðalfundur FUÁ

Aðalfundur nemendafélags Ártúnsskóla (FUÁ) var haldinn á skólalóðinni í dag 21. maí. Fráfarandi stjórn fór yfir verkefni vetrarins og hápunkt vorsins sem er fótboltamót FUÁ sem fram fer þann 8. júní næstkomandi. Nýkjörnir fulltrúar fyrir næsta vetur voru einnig kynntir á aðalfundinum sem og nýir fulltrúar nemenda í skólaráð skólans. Fulltrúar í FUÁ næsta vetur…

Nánar
20 maí'21

Frá grænum degi

Nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla mættu í grænu í dag til stuðnings Daða og gagnamagninu sem keppa í Eurovision í kvöld. Nemendur í 1. og 2. bekk unnu ýmis verkefni sem tengjast keppninni. Þau teiknuðu t.d. Daða í fullri stærð 208 cm og báru saman hæð sína og Daða. Þau spáðu fyrir um gengi Daða í…

Nánar
06 maí'21

Starfsdagur allra deilda

Á mánudaginn næsta, þann 10. maí er starfsdagur á öllum deildum skólans og því frídagur hjá nemendum. Þennan dag hefur verið efnt til menntastefnumóts fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundar sem við ætlum að sjálfsögðu ekki að láta fram hjá okkur fara.

Nánar
21 apr'21

Gönguferð á Úlfarsfell

Í dag fórum við öll saman í fjallgöngu á Úlfarsfell, allur grunnskólinn og elstu börn leikskólans.  Ferðin hófst á rútuferð upp í Úlfarsárdal og þaðan gengum við öll saman upp á Úlfarsfell. Það var fremur kalt á toppnum en allir náðu þangað og þar snæddum við nesti. Fjallgangan tókst með eindæmum vel og það komu…

Nánar
20 apr'21

Fjallganga á Úlfarsfell og starfsdagur á föstudaginn

Á morgun miðvikudag eru nemendur grunnskóladeildar og elstu börn leikskólans að fara í fjallgöngu á Úlfarsfell. Skólastarf hefst skv. stundaskrá á hefðbundnum tíma en lýkur kl. 12:00 og þá fara nemendur heim nema þeir sem eiga vistun í Skólseli, þeir fara þangað. Mikilvægt er fyrir nemendur að vera í góðum skóm og með gott nesti…

Nánar
05 apr'21

Skólastarf grunnskóladeildar eftir páskaleyfi

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju á morgun, þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við…

Nánar
26 mar'21

Páskaleyfi

Nemendur í grunnskóladeild og frístund eru komnir í páskaleyfi til 6. apríl. Leikskóladeild fer í páskaleyfi frá 1. – 6. apríl. Skólastarf hefst í öllum deildum skólans samkvæmt skipulagi þriðjudaginn 6. apríl. Ef einhverjar breytingar verða á skólahaldi vegna covid og samkomutakmarkana eftir páskaleyfi látum við vita um þær um leið og þær berast. Gleðilega…

Nánar
24 mar'21

Snemmbúið páskaleyfi nemenda vegna Covid

Eins og komið hefur fram í fréttum í dag hefur ríkisstjórn Íslands tekið ákvörðun um að hefðbundið skólahald í grunnskólum fellur niður frá og með miðnætti í kvöld vegna stöðunnar í baráttunni við Covid. Nemendur í grunnskóladeild og frístundaheimili Ártúnsskóla fara því í snemmbúið páskafrí eftir daginn í dag.

Nánar