Skip to content
25 jan'22

Lestrarsprettur frá 17. – 28. janúar

Lestrarsprettur skólasafnsins stendur nú sem hæst og nemendur keppast við að lesa og safna mínútum í lestri. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar 1. – 4. bekkur og hins vegar 5. – 7. bekkur og verðlaun verða veitt á hvorum aldursflokki.

Nánar
21 des'21

Jólakveðja

Starfsfólk Ártúnsskóla sendir hugheilar jóla- og nýárskveðjur og þakkar kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við horfum glöð fram á við og hlökkum til nýs árs og nýrra verkefna. Skólastarf eftir áramót hefst þriðjudaginn 4. janúar skv. stundaskrá.

Nánar
20 des'21

Jólaskemmtun

Nemendur í 6. LB sáu um jólaskemmtun í dag fyrir skólafélaga sína. Þau sýndu tvö leikrit, annars vegar helgileik og  hins vegar leikritið ,,Hlutaveikin“. Þau sýndu leikritin sín þrisvar sinnum vegna sóttvarnarreglna og fjöldatakmarkana. Krakkarnir stóðu sig með prýði og höfðu gaman af. Atriði þeir voru tekinu upp og verða send foreldrum fljótelga en foreldrar…

Nánar
20 des'21

Jólasöngur á skólalóð

Á föstudaginn kom grunnskóladeildin öll saman úti á skólalóð og þar sungum við saman jólalög og nokkrir nemendur úr 7. bekk sýndu dansatriði. Þetta var einstaklega gleðileg stund og nemendur og starfsfólk nutu þess að vera öll saman úti í góðu veðri og söng. Hér fyrir neðan má sjá tengla á tvö myndbönd frá samverustundinni.…

Nánar
03 des'21

Jólatré sótt

Í dag fór 1. bekkur og sótti jólatré fyrir skólann. Þau áttu góða stund saman úti í snjónum og komu alsæl til baka með fallegt jólatré fyrir skólann. Tréð mun prýða sal skólans fram til jóla. Í vor munu þau svo gróðursetja í skóginum okkar tré í stað þess sem sagað var niður í  ár.…

Nánar
02 des'21

Jóga í íþróttum

Í íþróttum hjá 1. og 2. bekk í desember er Hanna Sóley með jóga. Í desember er nauðsynlegt að muna að hafa stundum rólegt og er ein leiðin til þess er að kynna jóga fyrir börnunum. Börnin fóru í fyrsta jóga tímann í morgun fimmtudag. Jógarilla eru jóga spjöld sem oft er notast við í…

Nánar
16 nóv'21

Starfsdagur í leik- og grunnskóladeild

Á föstudaginn næsta, þann 19. nóvember er starfsdagur hjá starfsmönnum grunnskóla og leikskóla. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð sérstaklega.

Nánar
12 nóv'21

Föstudagssamvera 4. IS

Nemendur 4. bekkjar voru með umsjón með föstudagssamveru dagsins. Þeir settu á svið þrjú frumsamin leikrit og sungu svo saman lagið ,,Draumar geta ræst“ Myndir frá samverunni eru komnar inn í myndaalbúm síðunnar.

Nánar
10 nóv'21

Gunnar Helgason í heimsókn

Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn í grunnskóladeildina í dag og las úr nýjum bókum sínum fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Nemendur höfðu gaman af kynningunni og voru mjög áhugasamir. Það eru komin tvö eintök á skólasafnið og þau munu örugglega vera vel nýtt næstu misseri.

Nánar
05 nóv'21

Samvera hjá 7.bekk

Nemendur í 7. BÓ voru með samveru á sal í dag fyrir skólafélaga sína. Nemendur sungu tvö lög og kynntu fyrir skólafélögum sínu Njálu sem þau hafa verið að læra um í vetur. Myndir frá samverunni eru komnar inná myndaalbúm heimasíðunnar.

Nánar