Skip to content
21 nóv'22

Samvinna nemenda í 1. – 4. bekk

Í dag, mánudag, hittust allir fjórir árgangarnir á yngra stigi grunnskólans og föndruðu saman með saltleir og negulnöglum inn á sal og var jólagleðin allsráðandi.  Yngsta stigið í grunnskólanum mun hittast reglulega fram að jólum og gera eitthvað skemmtilegt saman í samkennslustundum. Verkefnið er hugsað til að efla félagatengsl milli árganga og bjóða þeim fleiri…

Nánar
17 nóv'22

Íslenskuverðlaun ungafólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í Hörpu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituð máli. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Að þessu sinni var Bjartmar Lindberg…

Nánar
17 nóv'22

Upplestur frá Ævari Þór

Ævar Þór rithöfundur heimsótti grunnskólann í dag og hitti nemendur í 5. – 7. bekk á sal og las fyrir þau úr nýrri bók sinni ,,Drengurinn með ljáinn“ og er fyrir eldri nemendur. Nemendur höfðu gaman af og Ævar hafði orð á því hve nemendur væru prúðir og góðir áheyrendur.

Nánar
16 nóv'22

Heimsræktun – verkefnalok

Í ágúst síðastliðnum lauk Erasmus+ verkefninu Heimsræktun (School Permaculture Garden) en það hafði þá staðið í þrjú ár. Upphaflega var það hugsað sem tveggja ára verkefni, en var framlengt vegna Covid sem lengi vel kom í veg fyrir að við gætum heimsótt samstarfsskólana. Það tókst þó í vor og ferð til Skopje heppnaðist vel. Í…

Nánar
10 nóv'22

Upplestur úr nýrri bók Bjarna Fritzsonar

Við fögnum því að rithöfundar komi í heimsókn til okkar og lesi úr bókum sínum. Bjarni kom í heimsókn í dag á sal skólans og las fyrir nemendur úr tveimur nýjum bókum sínum um Orra Óstöðvandi og Sölku. Nemendur höfðu mjög gaman af lestrinum og vonandi hvetur þetta nemendur til að lesturs.

Nánar
02 nóv'22

Ártúnsskóli er fyrirmyndar starfsstaður

Ártúnsskóli er árið 2022 í flokki fyrirmyndarstarfsstaða Skóla- og frístundasviðs og í dag fengum við senda köku, blóm og viðurkenningarskjal. Í tilkynnnigu frá Skóla- og frístundasviði segir: ,,Í anda Menntastefnu Reykjavíkurborgar og lærdómssamfélagsins er mikilvægt að draga fram og kynna allt það jákvæða og góða sem einkennir starfsstaði SFS. Jafnframt að auka umræðuna um mikilvægi…

Nánar
02 nóv'22

Hrekkjavaka

Á föstudaginn gerðum við okkur glaðan dag í skólanum og fögnuðum hrekkjavökunni. Nemendur mættu í búningum í skólann og myndir voru teknar af þeim sem vildu við grænan bakgrunn (green screen) og þær svo færðar yfir á hrekkjavökubakgrunn. Foreldrafélag skólans gaf öllum nemendum og starfsfólki bollakökur í tilefni dagsins og á föstudagskvöldið var foreldrafélagið með…

Nánar
19 okt'22

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á morgun, fimmtudag er samskiptadagur í grunnskóladeildinni þar sem nemendur og foreldrar koma í viðtöl til umsjónarkennara. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru. Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum föstudag,  mánudag og þriðjudag 21. – 25. október. Vetrarleyfi tekur til allrar starfsemi grunnskólans, þ.m.t.…

Nánar