Íslenskuverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur

dsc_0017Á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember s.l. voru afhent íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur í Ráðhúsinu. Bergdís Helga Bjarnadóttir nemandi í 7. AE  var meðal verðlaunahafa. Mikil hátíðarstemning og húsfyllir var í Ráðhúsi Reykjavíkur við afhendingu verðlaunanna.

Með hugann fullan af hetjudraumum

dsc_0001Mánudaginn 10. nóvember fengum við góða gesti í heimsókn á sal skólans. Ljóðskáldið Aðalsteinn Ásberg og söngvaskáldið Svavar Knútur fluttu fyrir nemendur Ártúnsskóla brot úr verkum Steins Steinarrs og sögðu frá lífi og list byltingarskáldsins.

Heimsókn frá Kvarnaborg

Mánudaginn 20. október kom leikskólahópur Kvarnaborgar í heimsókn á skólasafnið. Skólasafnskennari tók á móti hópnum og  var sagan um Eigingjarna risann lesin en hún fjallar m.a. um árstíðirnar.   Að því loknu fengu börnin „haust" laufblað sem þau myndskreyttu með sjálfsmynd.  Í lok heimsóknar fengu börnin að velja sér bækur sem þau tóku með sér á leikskólann.  Leikskólahópurinn var mjög áhugasamur og fróðleiksfús og þau voru fljót að tileikna sér það sem fram fór í kennslustundinni.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur