Grunnskólamót í knattspyrnu

Drengir í 7. bekk tók þátt í grunnskólamóti í knattspyrnu í Egilshöll á dögunum. Vegna forfalla í 7. bekk þá var á síðustu stundu sóttur aukamaður úr 5. bekk á Maló rétt fyrir mót. Liðið stóð sig vel og hafði gaman af keppninni þrátt fyrir að komast ekki í úrslit. 

Íþróttadagur

Í dag var íþróttadagur í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Fyrstu tvo tímana var hefðbundinn skóladagur en kl. 10:00 hófst íþróttahringekja. Hringekjan samanstóð af níu íþróttastöðvum þar sem meðal annars var dansað, spilaður fótbolti, farið í pokaboðhlaup og ýmsar skemmtilegar þrautir.

Íþróttadagurinn var að þessu sinni tengdur þemanu "Hófsemi". Mikilvægt er að hugsa vel um heilsu sína og hafa í huga að "Allt er best í hófi". Umgöngumst líkama okkar með virðingu og forðumst óhóf í mataræði og hreyfingu sem og öðru.

Norræna skólahlaupið

Á morgun, miðvikudaginn 13. september ætlum við í Ártúnsskóla að hlaupa hið árlega Norræna skólahlaup. Hlaupið verður að loknum frímínútum kl. 10:05. Mikilvægt er að nemendur komi í léttum og þægilegum skófatnaði þennan dag.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Fleiri greinar...