Viðhorfskönnun foreldra

Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili. Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3. Bakgrunnsbreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild. Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og fyrir Reykjavík í heild.

Niðurstöður könnunarinnar

Skýrslur Skóla á grænni grein

Skýrslur skóla á grænni grein þetta skólaár eru komnar út og má nálgast hér að neðan.  

Aðalfundur Skóla á grænni grein.
Skýrsla Skóla á grænni grein, skólaárið 2017 - 2018.

Útskrift 7. bekkjar

Útskrift nemenda 7.bekk fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6. júní. Nemendur mættu prúðbúnir ásamt foreldrum sínum og lögðu til veitingar á hlaðborð. Vitnisburðir og safnmöppur voru afhentar og verðlaun voru veitt fyrir jákvæðni og félagslegar framfarir og framúrskarandi námsárangur. Starfsfólk Ártúnsskóla þakkar fyrir samveruna og óskar nemendum og fjölskyldum þeirra velfarnaðar.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur