Þrautabraut og umhverfisdagar í Grenndarskógi 24. og 25. apríl

Umhverfisdagur og þrautabrautin í Grenndarskóginum eru að þessu sinni tileinkuð þemanu ,,Orku“. Dagana 24. og 25. apríl fara allir árgangar grunnskóladeildar og elstu nemendur leikskóladeildar í leiðangur niður í Grenndarskóg þar sem þeir fara í gegnum þrautabraut sem verður sett upp þar. Í brautinni er skógurinn nýttur til þess að gera ýmsar þrautir og æfingar. Auk þess fara allir hópar í slökun í lokin og nýta til þess núvitund. Leiðangursstjórar í skóginum eru Anna S. Skúladóttir og Erna Matthíasdóttir.

Foreldrum/forráðamönnum er boðið að taka þátt í verkefninu með börnum sínum. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir eftir veðri og í fötum sem mega óhreinkast (nemendur skríða á jörðinni, klifra ofl.).

Þrautabrautin er samvinnuverkefni þar sem margir sameinast um að setja upp brautina og taka hana niður, s.s. starfsmaður frá útilífmiðstöðinni í Gufunesi, gestir á vegum ECORoad verkefnisins og starfsmenn skólans og velunnarar.

Skipulag:
IMG 0220Þriðjudagur 24. apríl 2018
kl. 9:00 – 9:30  6. KHL  
kl. 9:30 – 10:00  1. ÞÓ  
10:30 – 11:00    1. ÞÓ   
11:00 – 11:30   4. LR  
12:30 – 13:00  2. LH   


Miðvikudagur 25. apríl 2018
kl. 9:00 – 9:30  3. EH  
kl. 9:30 – 10:00 3. EH  
10:30 – 11:00     5. LÓ  
11:00 – 11:30   5. LÓ  
13:00 – 13:30   7. BIG 
13:30 – 14:00  Leikskólahópur – 5 ára
14:00 – 16:00  Skólasel

     

Fjölmennt í heimsóknum í upphafi dags

Í dag var fjölmennt hjá okkur í morgunsárið. Nemendur í bæði leik- og grunnskóla tóku á móti eldri kynslóðinni í heimsókn. Í grunnskólanum fóru nemendur með gestina sína um skólann þar sem verkefnin voru tengd hreyfibrautum og völundarhúsum í tengslum við þema annarinnar um orku. Í leikskólanum buðu nemendur gestum sínum í kaffi og heimsókn á deildina sína. 

Kynslóðir mætast

ammaogafiNemendur og starfsmenn Ártúnsskóla bjóða eldri kynslóðinni í heimsókn miðvikudaginn 18. apríl og þann dag bjóðum við sérstaklega ömmur og afa, frændur og frænkur af eldri kynslóðinni í heimsókn til okkar.
Gestum er boðið í heimsókn frá kl. 8:30 – 9:30.
Nemendur taka á móti gestum sínum í sinni deild/heimastofu. 

Nánari upplýsingar um skipulag heimsóknarinnar í grunnskólanum má sjá hér. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur