Útieldun í Grenndarskógi Ártúnsskóla

Í maí og byrjun júní fóru nemendur skólans niður í Hátíðarlund í Grenndarskógi Ártúnsskóla og grilluðu greinabrauð og poppuðu poppkorn við opinn eld og unnu verkefni og fóru í leiki. Gleðin skein úr andlitum krakkanna sem létu veðurguðina ekki trufla sig í útináminu.

Vorverkadagur foreldrafélagsins

Í dag mánudaginn 4. júní kl. 17:00 - 19:00 er vorverkdagur foreldrafélags Ártúnsskóla. Deginum lýkur með grillveislu fyrir þreyttar hendur. Ýmis gardeningverkefni á skólalóðinni verða á verkefnalistanum til að gera ástand hennar betra. Allir eru hvattir til að mæta með einhver verkfæri ef til eru á heimilinu.

Dagur: 4. júní 2018 Tími: 17:00 - 19:00.

Fyrir hvern: Allar hendur vel þegnar, stórar sem smáar.

Stjórn foreldrafélags Ártúnsskóla

Vakandi fyrir umhverfinu

Nemendur 4.bekkjar fóru í vettvangsferð í vikunni og ofbauð hvernig strætóskýlin í Ártúni voru útleikin. Meðan beðið var eftir strætó tóku nokkur barnanna sig til og náðu að hreinsa mikið af krotinu af glerinu og skildu þannig við staðinn í betra ástandi en þau komu að honum. Þau höfðu ekki miklar áhyggjur af óhreinum vettlingum og fingrum, stolt af framtakinu.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur