Göngum í skólann

Verkefninu ,,Göngum skólann“ lýkur í þessari viku.  Átakið hefur vakið okkur til umhugsunar um öryggi barna í umferðinni. Ákjósanlegasti ferðamátinn fyrir nemendur í skólann er að koma gangandi, ef því er við komið. Í vikunni hefur verið vakt við bílastæði skólans í upphafi skóladags og það er ánægjulegt að sjá hversu margir nemendur koma gangandi í skólann sinn. Þó svo að verkefninu ljúki núna hvetjum við nemendur að sjálfsögðu til að koma áfram gangandi í skólann í vetur.

Því færri bílar, því minni hætta!

Textílmennt í september

041Á haustdögum hafa nemendur verið að skoða ýmsa muni frá Þjóðminjasafninu í textílmennt. Þeir fengu að kemba ull og vinda upp hespur og jurtalituðu band úr birkilaufi og rauðrófum, bæði inni og úti í grenndarskógi. Það voru einbeitt andlit sem hrærðu í pottum og hengdu upp litað band.

Myndir frá vinnunni

Íþróttadagur

Í dag var íþróttadagur í Ártúnsskóla. Hefðbundin kennsla var brotin upp klukkan tíu og nemendum skipt upp í aldursblandaða hópa sem fóru á milli stöðva sem allir tóku þátt í.

Myndir frá íþróttadegi

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur