Nýjar leiðbeiningar um fjarvistir frá vinnu og skóla vegna veikinda af völdum inflúensu A(H1N1)v

Frá Sóttvarnalækni hafa borist nýjar upplýsingar vegna inflúensunnar. Þeir einstaklingar sem taldir eru vera með sýkingu af völdum inflúensu A(H1N1)v er ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að þeir verða hitalausir. Þessar ráðleggingar eru gefnar til að reyna að draga úr líkum á smiti í samfélaginu.

Útikennsla - textílmennt

dagur_enokNemendur í 3. - 7. bekk í textílmennt eru að vinna að samþættingarverkefni sem tengjast mörgum námsgreinum. Í þessari viku hófst vinnan og voru þau í útikennslu og söfnuðu jurtum til jurtalitnar og kynntu sér lífsskilyrði og búsvæði lífvera í skóginum. Unnið verður áfram í þessu verkefni í vetur. 

Myndir

Göngum í skólann

Ártúnsskóli ætlar að vera þátttakandi í verkefninu GÖNGUM Í SKÓLANN. Við hvetjum því nemendur til að koma gangandi í skólann nú sem endranær. Verkefnið stendur yfir frá 9. september til 9. október. Meðal markmiða verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólanum.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur