Hattadagur

fannarogarnarÁ miðvikudaginn stóð FUÁ fyrir hattadegi í skólanum. Þann dag mættum við öll með hatt og höfðum gaman af.

Myndir frá deginum

Lestrarátak 2009

4_stÁrlegt lestrarátak skólasafnsins stóð yfir frá 5. – 16. október  og  var því ys og þys á bókasafninu þennan tíma. Nemendur lásu gífurlegt magn bóka meðan átakið stóð yfir.  Nemendur unnu ýmis verkefni í samvinnu við umsjónarkennara samhliða lestrinum og lét keppnisandinn ekki á sér standa. Mörg skemmtileg verkefni litu dagsins ljós s.s. hugarkort um lestur, púsluspil, bókamerki og alls kyns uglutré, sum uppljómuð.

6fo

Vinningshafar í lestrarspretti Ártúnsskóla árið 2009 voru nemendur í 6. FÓ og 4. ST og fengu báðir bekkirnir afhentan áritaðan farandbikar ásamt eigulegum bókum sem verða eign bekkjarins. Allir sem þátt tóku í lestrarátakinu fengu viðurkenningarskjal frá skólasafninu.

Myndir frá lestrarsprettinum

Hattadagur

Á miðvikudaginn nk. 11. nóvember verður hattadagur í skólanum. Við hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að setja upp hatta þennan dag og taka þátt í skemmtilegum degi með okkur.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur