Virðing í verki

hopur_5Nemendur í 5. EH buðu á dögunum eldri borgurum í hverfinu í grenndarskóginn okkar. Þar unnu kynslóðirnar saman að ýmsum verkefnum. Settar voru upp fjórar vinnustöðvar. Á einni voru búnar til fuglafóðurkúlur úr feiti og fræjum, á annarri voru búnir til skógarálfar úr þæfðri ull, á þriðju stöðinni var hitað súkkulaði og bakað brauð yfir eldi og á þeirri fjórðu var stafaverkefni en það fór fram í fléttuðu greinaskýli.
Eftir að gestirnir höfðu þegið veitingar var sett upp ljóðakeðja þar sem börnin fluttu gestunum frumsamið ljóð. 
Heimsóknin eru liður í frekara samstarfi eldri borgara í félagsstarfinu og skólans við vinnu í grenndarskóginum og er m.a. stefnt að sameiginlegri sýningu í vor á fjölbreyttu handverki sem unnið hefur verið að í vetur. Eins og sjá má af myndum nutu allir aldurshópar samvista og samstarfs í skóginum. Myndir frá vinnunni.

Viðhorfakönnun foreldra

Skólinn hefur fengið í hendur niðurstöður úr viðhorfakönnun foreldra nemenda í Ártúnsskóla sem Menntasvið lagði fyrir foreldra grunnskólabarna í nóvember 2009 og janúar 2010. Niðurstöður má skoða hér.

Frá skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Umsóknum frá núverandi nemendum skólahljómsveitarinnar ber að skila til hljóðfærakennara fyrir 15. maí óski þeir eftir að halda áfram námi.Tökum á móti nýjum umsóknum allt árið, sendist til:
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts,
Breiðholtsskóla,
Arnarbakka 1-3, 109 Rvík
Heimasíða Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts : http://arbaer.skolahljomsveitir.is/ 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur