Úrslit í lestrarspretti

Úrslit hafa verið gerð opinber í lestrarspretti skólans sem stóð yfir frá 3. - 14. nóvember.  Í 1. - 4. bekk voru nemendur í 2. KG hlutskarpastir og unnu til verðlauna. Í 5. - 7. bekk voru nemendur í  6. LB sigurvegarar.
Myndir frá lestrarsprettinum eru
hér.

Tónlist fyrir alla

dsc_0059Þriðjudaginn 25. nóvember fengum við í heimsókn verkefnið Tónlist fyrir alla. Verkefnið er byggt á íslenska þjóðlaginu ,,Ljósið kemur langt og mjótt" en tónlistarmennirnir undir forystu Ólafíu Hrannar fóru með lagið í reisu um heiminn í stíl og látbragði. Ólafía Hrönn sá um söng, Gunnar Hrafnsson spilaði á bassa, Björn Thoroddsen spilaði á gítar og Ásgeir Óskarsson spilaði á trommur.
Þetta var einstaklega skemmtileg heimsókn og nutu nemendur hennar vel.

Myndir frá skemmtuninni eru hér

Íslenskuverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur

dsc_0017Á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember s.l. voru afhent íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur í Ráðhúsinu. Bergdís Helga Bjarnadóttir nemandi í 7. AE  var meðal verðlaunahafa. Mikil hátíðarstemning og húsfyllir var í Ráðhúsi Reykjavíkur við afhendingu verðlaunanna.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur