Páskaleyfi

easter_12Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 29. mars og stendur yfir til miðvikudagsins 7. apríl. Þriðjudaginn 6. apríl er undirbúningsdagur starfsfólks í skólanum og því leyfi hjá nemendum. Kennsla hefst miðvikudaginn 7. apríl skv. stundaskrá.
Í páskaleyfi og á undirbúningsdegi er opið í Skólaseli ÍTR fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir.

GLEÐILEGA PÁSKA

Litaball FUÁ

dans_ballLitadagur og litaball FUÁ tókst mjög vel. Ragnar danskennari stjórnaði dansi í íþróttahúsinu sem allir nemendur og starfsfólk tóku þátt í. Það var greinilegt að nemendur hafa lært mikið í danstímunum í vetur. Myndir frá litaballinu.

Virðing í verki

hopur_5Nemendur í 5. EH buðu á dögunum eldri borgurum í hverfinu í grenndarskóginn okkar. Þar unnu kynslóðirnar saman að ýmsum verkefnum. Settar voru upp fjórar vinnustöðvar. Á einni voru búnar til fuglafóðurkúlur úr feiti og fræjum, á annarri voru búnir til skógarálfar úr þæfðri ull, á þriðju stöðinni var hitað súkkulaði og bakað brauð yfir eldi og á þeirri fjórðu var stafaverkefni en það fór fram í fléttuðu greinaskýli.
Eftir að gestirnir höfðu þegið veitingar var sett upp ljóðakeðja þar sem börnin fluttu gestunum frumsamið ljóð. 
Heimsóknin eru liður í frekara samstarfi eldri borgara í félagsstarfinu og skólans við vinnu í grenndarskóginum og er m.a. stefnt að sameiginlegri sýningu í vor á fjölbreyttu handverki sem unnið hefur verið að í vetur. Eins og sjá má af myndum nutu allir aldurshópar samvista og samstarfs í skóginum. Myndir frá vinnunni.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur