Lífsleikniþemað kærleikur

Kærleikskorn vikunnar:
Kærleikurinn er allt sem máli skiptir. 
                                   Nicholas Luard

Höfundur í heimsókn

bokakynningMiðvikudaginn 13. janúar kom Margrét Örnólfsdóttir í heimsókn í skólann og kynnti bókina sína Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) fyrir nemendum í 4. – 7. bekk. Krakkarnir í Ártúnsskóla tóku vel á móti höfundi og hlustuðu af athygli og spurðu margra spurninga.Skólinn þakkar Margréti fyrir áhugaverða kynningu.

Myndir frá kynningunni

Skólahópur Regnbogans í heimsókn á skólasafni

Mánudagana 11. og 18. janúar komu kátir krakkar frá leikskólanum Regnboganum í heimsókn á skólasafnið. Í upphafi hlustuðu skólahóparnir á fróðleik um kærleikann sem er lífsleikniþema skólans um þessar mundir.  Börnin hlýddu einnig á lestur sögunnar um Bálreiðu Bínu sem þau myndskreyttu  af mikilli vandvirkni.  Myndirnar voru síðan límdar á karton og fengu börnin að taka það með sér á leikskólann. Að lokum fengu börnin að velja sér bækur að láni.  Börnin voru bæði stillt og prúð og það var virkilega skemmtilegt að fá þau í heimsókn.

Myndir frá heimsóknunum

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur