Handþvottur er besta leiðin til varnar inflúensusmiti

Leiðbeiningar frá Vinnuvernd til að varnast inflúensusmit.

Skólagarðar

Nú er komið að uppskerutíma og grænmetið sem við settum niður í haust þarf að taka upp á fyrstu skóladögunum.

Nemendur í 2. ÁB, 3. GV og 6. FÓ fara í skólagarðana á þriðjudaginn 25. ágúst.
Nemendur í 4.ST, 5. EH og 7. LB fara í skólagarðana á miðvikudaginn 26. ágúst.

Munið að koma klædd eftir veðri og gott er að hafa hanska meðferðis.

Til athugunar vegna inflúensu A(H1N1)v

FRÁ SÓTTVARNARLÆKNI OG ALMANNAVARNADEILD RLS

Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með eðlilegum hætti í vikunni þrátt fyrir heimsfaraldurinn. En seinna þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemenda og/eða starfsfólks.

Lesa >>

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur