Samræmd könnunarpróf

Fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. september eru samræmd könnunarpróf lögð fyrir nemendur í 4. og 7. bekk. Á fimmtudaginn verður prófað í íslensku en á föstudaginn í stærðfræði. Nemendur mæta í prófin kl. 8.30. Nemendur í 7. bekk fara heim að loknum hádegisverði en nemendur í 4. bekk ljúka hefðbundnum skóladegi.

Námsmatsstofnun

Ártúnshlaup Foreldrafélagsins

artunshlaupÁrtúnshlaupið var haldið í fyrsta skipti á laugardaginn. Það var kappsamur hópur sem hljóp af stað og ánægja skein úr andlitum einbeittra hlauparanna. Nemendur í 7.LB sáu um að baka verðlaunin og allur ágóði af hlaupinu rann til styrktar ferð nemenda í 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sem farin verður um næstu mánaðamót.

Myndir frá hlaupinu

Uppeldisnámskeið á vegum Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts

Sjá nánar hér

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur