Heilsueflandi skóli – þemað orka - víxlböð

Í tengslum við þemað orku var nemendum boðið upp á að prófa svo kölluð víxlböð í íþróttatímum síðustu viku skólaársins. Víxlböð eru þekkt frá fornu fari sem heilsueflandi fótaböð og ganga út á það að farið er til skiptis í heitt og kalt vatn. Kalda vatnið dregur saman æðarnar í húðinni og minnkar blóðflæði á meðan heita vatnið víkkar æðarnar og eykur blóðflæðið. Þetta er talið auka blóðflæði og efla hjarta- og æðakerfi. Víxlböðin eru m.a. talin góð gegn verkjum í fótum, fótapirringi og þreytu í fótum. Nemendur byrjuðu íþróttatímann á því að skokka og fóru því næst í víxlböðin. Mörgum fannst mjög magnað og gaman að prófa víxlböðin og flestir voru á því að þeim liði afar vel í fótunum að þeim loknum. 

 

Fótboltamót FUÁ

Árlegt fótboltamót FUÁ, félags ungmenna í Ártúnsskóla fór fram í dag í blíðskapar veðri. Það voru átta lið í sem tóku þátt í tveimur riðlum. Prúðasta liðið var lið 1 úr 6. bekk. Til úrslita kepptu lið 2 úr 6. bekk og lið 1 úr 5. bekk. Úrslitaleikurinn var mjög spennandi og fór 3 - 2 fyrir liði 5. bekkjar. Þau náðu sigurmarki þegar 4 sek. voru til leiksloka. Stuðningsmenn stóðu sig líka einkar vel og fengu alla viðstadda til að taka HÚH, nokkrum sinnum við góðar undirtektir. 

 

Frá vorverkadegi

Foreldrafélag skólans stóð fyrir vorverkadegi í gær í blíðskapar veðri. Það var tekið vel til hendinni við skólalóðina og svo voru grillaðar pylsur fyrir mannskapinn í lokin. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur