Nemendaverðlaun skóla- og frístundasviðs 2017

Símon Orri Sindrason hlaut Nemendaverðlauna skóla- og frístundarsviðs vorið 2017 fyrir framúrskarandi námsárangur og vera öðrum góð og sterk fyrirmynd í framkomu, íþróttum og námi. Verðlaunin voru afhent mánudaginn 29.05. við hátíðlega athöfn í Laugarlækjarskóla. Foreldrar Símonar tóku á móti verðlaununum fyrir hans hönd þar sem hann var í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði með bekknum sínum. 

 

Heimsókn verðandi grunnskólanemenda

Fimmtudaginn 1. júní frá kl. 15:00 - 16:30 var verðandi nemendum í  1. bekk ásamt foreldrum/forráðarmönnum boðið í skólaheimsókn í Ártúnsskóla. Þar var kynning fyrir foreldra á skólastarfi grunnskólans og nemendur fóru og skoðuðu skólann og unnu skólaverkefni með kennara. 

Vorfundur umhverfisnefndar

graenfani 3Vorfundur umhverfisnefndar var haldinn í vikunni þar sem fulltrúar allra starfstöðva mættu og sögðu frá því helst sem gert hefur verið í umhverfismennt á önninni. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram um verkefni næsta skólaárs.

 

Fleiri greinar...