Frá samveru 2.LH

Á föstudaginn síðasta þann 27.apríl var 2.LH með samveru á sal skólans. Nemendur sýndu fjóra leikþætti, sem samdir voru fyrir þá. Leikþættirnir fjölluðu um „orku“ á einn eða annan hátt. Einnig spiluðu nokkrir nemendur bekkjarins á hljóðfæri.
      Mikið nám fer fram við uppsetningu á svona skemmtun því fyrir utan að læra um ýmsa þætti náttúrufræðinnar svo sem um rafmagn, endurvinnslu, hringrásir vatns og fæðu, þá læra börnin að tjá sig hátt og skýrt, beita skapandi og gagnrýnni hugsun og að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra undir leiðsögn. En þetta eru einmitt þættir í lykilhæfni samkvæmt Aðalnámskrá grunnskólans.

Frá þrautabrautinni

Það var einstaklega gaman í grenndarskóginum okkar í vikunni þar sem allir árgangar grunnskólans og elstu nemendur leikskólans fóru í gegnum þrautabraut í skóginum. Þrautabrautin í ár var sett upp í tengslum við Dag umhverfisins og orku þema annarinnar. Að lokinni þrautabraut fóru hóparnir svo í slökun í anda núvitundar í náttúrunni.  Foreldrum var boðið að taka þátt og einhverjir áttu heimangengt til að koma og vera með okkur. Annars tala myndirnar sínu máli og segja meira en mörg orð. 

Handrit ársins

handrit arsins 1Þær Sara og Sóldís Perla í 3. EG gerðu sér lítið fyrir og unnu til verðlauna á Sögur - verðlaunahátíð barnanna, fyrir besta stuttmyndahandrit ársins. Verðlaunin voru afhent í Hörpu á síðasta degi Barnamenningarhátíðarinnar. Til hamingju stelpur. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur