Skólasetning grunnskóladeildar

Í morgun mættu nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum á skólasetningu grunnskólans í tveimur hópum. Yngra stigið mætti kl. 10 og eldra stigið kl. 11. Þetta voru myndarlegir hópar barna og eftirvænting skein úr andlitum. Rannveig skólastjóri bauð alla velkomna og hélt stutta tölu áður en nemendur fóru með umsjónarkennurum í heimastofur þar sem þeir fengu helstu upplýsingar um starfið framundan. 

Velkomin til starfa á nýju skólaári

Skólasetning grunnskóladeildar Ártúnsskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst á sal skólans. Nemendur í 2. - 4. bekk mæta kl. 10.00 og nemendur í 5. - 7. bekk mæta kl. 11:00. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir til viðtals dagana 21. – 22. ágúst.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Sumarleyfi

solSkrifstofa Ártúnsskóla verður lokuð frá 22. júní – 13. ágúst. Skóli hefst að nýju eftir sumarleyfi með skólasetningu miðvikudaginn 22. ágúst.   Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til kennara símleiðis í vikunni 15. – 21. ágúst.

Í Skólaseli er starfsrækt sumarfrístund 11. júní - 11. júlí og 9. - 20. ágúst. Sumarleyfi frístundar er 12. júlí - 8. ágúst. 

Leikskóladeild fer í sumarleyfi 11. júlí - 8. ágúst.

Með sumarkveðju frá starfsfólki Ártúnsskóla

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur