Rýmingaræfing í grunnskóladeild

Í morgun var rýmingaræfing í grunnskólanum. Þegar brunabjallan fór í gang fóru allir í skó og út um næstu hurð. Börnin fylgdu kennurum sínum á sitt svæði á skólalóðinni. Rýmingaræfingin gekk mjög vel og skamman tíma tók að koma öllum úr húsi.

Útikennsla og heilsuefling í Ártúnsskóla

uti 2018Nemendur í 6. BL skemmtu sér konunglega þegar þeir fóru í útinám í Grenndarskógi Ártúnsskóla með kennaranemum frá íþrótta- og heilsufræði Menntavísindasviðs undir leiðsögn kennara. Nemendur unnu í hópum við að leysa átta fjölbreyttar hreysti þrautir sem reyndu á samvinnu og hugsmíðahyggju. Þeir fengu bókstaf í hendurnar eftir hverja þraut sem myndaði orðið vellíðan sem er þema þessarar annar í Ártúnsskóla. Endað var á jákvæðum nótum með því að leika Refskák og fara í Hókípókí.

Náttföt, bangsar og gullskór

Það var skemmtilegur dagur í Ártúnsskóla í dag. Í tilefni bangsadagsins mættu nemendur og starfsfólk í náttfötum og með bangsann sinn. Á samveru voru sungin bangsalög og allir bangsar fengu smá fiðring í magann í lok samverunnar. Í tilefni af átakinu „Göngum í skólann var “Gullskórinn“ afhentur öllum bekkjum á samverunni. Allir árgangar stóðu sig vel í september að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Vinabekkirnir 2. ÞÓ og 6. BL hittust svo í dag og spiluðu og gæddu sér á veitingum með böngsunum sínum. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur