Sumarleyfi og skólabyrjun

Grunnskóladeild Ártúnsskóla er komin í sumarleyfi, skrifstofa skólans verður opin fram til 22. júní og verður opnuð aftur 10. ágúst.
Sumarleyfi í leikskóladeild skólans hefst 12. júlí og leikskólinn verður opnaður aftur fimmtudaginn 10. ágúst.
Skólastarf í grunnskólanum hefst að nýju eftir sumarleyfi með skólasetningu þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10.00 fyrir 2. – 4. bekk á sal skólans og fyrir 5. – 7. bekk kl. 11.00.
Innkaupalistar fyrir nemendur verða tilbúnir á heimasíðu skólans þriðjudaginn 15. ágúst eftir kl. 15.
Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til kennara 21. og 22. ágúst. Skólastarf skv. stundaskrá hefst því í öllum bekkjardeildum miðvikudaginn 23. ágúst.

Tjaldbúðir í Heiðmörk

Í lok skólaársins var 4.EÓ boðið að fara í tjaldferðalag í Heiðmörk í samstarfi við forstöðumenn Frístundarmiðstöðvarinnar í Gufunesbæ.  Verkefninu var ætlað að skoða ýmsa þætti varðandi framkvæmd og fyrirkomulag á tjaldútilegu fyrir þennan aldur.  Þetta var frábær upplifun og eitt stórt ævintýri fyrir krakkana og bekkurinn heppin að fá að taka þátt í þessu tilraunaverkefni. Tjaldútilegan var gott tækifæri til  útikennslu og lífsleikni, sem og nálgun á viðfangsefni á öðruvísi hátt en skólakerfið bíður upp á dags daglega.  Mikið hópefli og jákvæður sigur fyrir marga einstaklinga og gaman að fylgjast með nemendum í nýjum aðstæðum og sjá hvernig þau nálgast hinar ýmsu áskoranir og þrautir.  Upplifun sem eflaust á eftir að lifa lengi í minningunni hjá börnunum.

Kveðja Edda Júlía, Ólöf og Anna S

Útskrift 7.LB

Nemendur 7.LB útskrifuðust við hátíðlega athöfn á sal skólans 6. júní. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur auk þess sem Rotary verðlaun voru afhent. Rannveig skólastjóri og Linda Björk umsjónarkennari töluðu til barnanna og foreldrar þeirra auk þess sem nemendur rifjuðu upp minnistæð atvik frá skólagöngunni.

Fleiri greinar...