Útskrift 7. bekkjar

Útskrift nemenda 7.bekk fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6. júní. Nemendur mættu prúðbúnir ásamt foreldrum sínum og lögðu til veitingar á hlaðborð. Vitnisburðir og safnmöppur voru afhentar og verðlaun voru veitt fyrir jákvæðni og félagslegar framfarir og framúrskarandi námsárangur. Starfsfólk Ártúnsskóla þakkar fyrir samveruna og óskar nemendum og fjölskyldum þeirra velfarnaðar.

Skýrsla heilsueflandi skóla

Skýrsla um heilsueflandi grunnskóla skólaárið 2016 - 2018 er komin út. Hana má nálgast hér. 

Hringekja miðstigs á vordögum fjallaði um lífríki í Elliðaárdals

Í síðustu hringekju miðstigsins var farið í ævintýragöngur um dalinn þar sem nemendur stunduðu rannsóknarvinnu, athuganir og bjuggu til útinámsþrautir fyrir hvort annað út frá markmiðum verkefnanna. Stöðvarnar fjölluðu m.a. um að skoða fugla og fiska, skoða mýrarrauða, jökulgarða, hraunreipi og gera rannsóknir m.a. með setlög. Á þriðju stöðinni gerðu þeir veðurathuganir, könnuðu hvort umhverfið væri manngert eða náttúrlegt. Nemendur dýpkuðu þekkingu sína enn frekar um Elliðaárdalinn með lýðræðislegum verkefnum í formi veggspjalda, teiknimyndasögu, leikþátta eða spurningakeppni.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur