Vetrarfrí

Dagana 15. og 16. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna um alla borg í vetrarfríinu; smiðjur, leikir og spil í frístundamiðstöðvum, alls slags þrautir að leysa saman hjá söfnunum, opin íþróttahús, ratleikir, frítt í sund og margt, margt fleira.

Mælum með að sem flestir kynni sér dagskrá sem verður í boði í frístundamiðstöðum, bókasöfnum og menningarstofnunum og hafi það sem allra best í vetrarfríinu.

vetur

Dagur leikskólans 6. febrúar

Leikskóladeildin hélt hátíðlega upp á Dag leikskólans 6. febrúar með því að sleppa hópastarfi og vera með stöðvar sem börnin fóru á milli. Í boði var m.a. blöðruball, leikið með ljós og skugga og kókoskúlugerð sem börnin fengu að njóta í síðdegishressingunni. Börnin fengu að leika með leirsand, fara í hlutverkaleiki og könnunarleiki. Í síðdegishressingu var einnig boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu. Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega og voru allir mjög ánægðir með daginn

Öskudagur 14. febrúar.

Miðvikudaginn 14. febrúar er öskudagur og að venju gerum við okkur glaðan dag. Það verður furðufatadagur í skólanum en öll vopn og aukahluti skiljum við eftir heima. Í tilefni dagsins er leyfilegt að koma með sparinesti, þó ekki sælgæti og gos. Dagurinn hefst á því að nemendur koma í sína heimastofu. Þá er nemendum skipt upp í 5 aldursblandaða hópa sem taka þátt í hringekju, þar sem við dönsum, syngjum og spilum.

Öskudagur er skertur dagur í grunnskólanum, við mætum á venjulegum tíma en Skóla lýkur kl. 12:10.

Að loknum hádegisverði fara allir nemendur heim nema þeir nemendur í 1. – 4.b sem eiga vistun í Skólaseli þennan dag.

oskudagur

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur