Náms- og kynnisferð starfsmanna

Náms- og kynnisferð starfsmanna Ártúnsskóla til Brighton á Englandi er framundan. Ferðin verður farin dagana 9.-13. maí næstkomandi.
Leik- og grunnskólastarfi lýkur því á hádegi ( kl.12.00 ) miðvikudaginn 9. maí, en nemendur grunnskólans sem eiga vist í frístund ljúka sínum degi þar.
Föstudaginn 11. maí er aftur á móti starfsdagur hjá öllum deildum, og því lokað í frístund, grunn- og leikskóla þann dag. 

Samvera 1. ÞÓ föstudaginn 4. maí.

Nemendur í 1. bekk sýndu tvö leikrit úr sögum sem unnið hefur verið með í vetur á samveru á föstudaginn. Það voru sögurnar ,,Búkolla" og ,,Hver er sterkastur". Nemendur sungu saman í lokinn, tvö lög við undirspil Sesselju tónmenntakennara, Furðuverk og Vinir í raun. Mikið nám fer fram við að setja upp leikverk og koma fram. Nemendur sýndu seiglu og þrautseigju og óhætt er að segja að sýningarnar slógu í geng hjá áhorfendum. Hér má svo sjá myndir frá lokaæfingunni sem og sýningunni sjálfri á samverunni. 

Eco road - gestir í heimsókn

Vikuna 23.-27. apríl voru erlendir gestir í heimsókn í skólanum. Þetta voru sjö kennarar frá samstarfsskólum okkar í EcoRoad verkefninu; Hönttamäen koulu í Oulu í Finnlandi, De Wereldreiziger í Antwerpen í Belgíu og St. Georges school í Clun í Englandi. Gestirnir fylgdust með kennslu, fóru með nemendum í þrautabraut í grenndarskógi og í heimsókn í rafstöðina við Elliðaárnar. Einnig var farið í skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun, Friðheima og Lava Centre á Hvolsvelli. Bæði gestir og heimafólk var ánægt með skemmtilega og lærdómsríka viku og nemendur stóðu sig mjög vel við að sýna gestunum vinnu sína og segja frá verkefnum.
EcoRoad verkefninu lýkur nú í vor og er það mat stýrihópanna að vel hafi tekist til og mikið áunnist í öllum þátttökuskólunum í málefnum sem snerta menntun og þróun til sjálfbærni.

Sing for the climate

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur