Setning á Göngum í skólann verkefninu

Það var einkar skemmtilegur dagur í Ártúnsskóla í dag. Við vorum svo heppin að verkefnið ,,Göngum í skólann" var sett af stað í skólanum okkar þetta árið og margir góðir gestir komu í heimsókn af því tilefni. Í framhaldi af setningunni var svo íþróttadagur hjá okkur þar sem nemendur fóru í gegnum íþróttaþrautir í aldurs blönduðum hópum. 

Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. 

Á meðan að á átaksverkefninu stendur ætlum við að auka útiveru og hreyfingu allra bekkja og eins ætla bekkirnir að keppa að gullskónum. En hann fæst með því að ganga sem oftast í skólann. Þeir sem búa langt frá skólanum geta tekið þátt með því að fá far upp að Árbæjarsafni og ganga þaðan. 

Göngum í skólann verkefnið fer fram fram á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 10. október.

Nánari upplýsingar má sjá á vef Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 

 

Fleiri myndir má sjá hér. 

Íþróttadagur

Á miðvikudaginn nk, þann 5. september er íþróttadagur í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Í upphafi skóladags verður verkefnið “Göngum í skólann” formlega sett. Klukkan 10:00 hefst íþróttahringekja. Hringekjan samanstendur af níu íþróttastöðvum þar sem meðal annars verður boðið upp á hlaupahjólabraut, samvinnuleiki og dans. Íþróttadagurinn verður að þessu sinni tengdur þemanu „Vellíðan“. Mikilvægt er að okkur líði öllum vel í skólanum, umgöngumst hvort annað af virðingu og ræktum sem best bæði líkama og sál.

Við erum mikið úti þennan dag og því þurfa allir að vera klæddir eftir veðri. Þá eru allir hvattir til þess að koma í skólapeysum þennan dag. Á einni stöðinni þurfum við að nota hjólahjálma, því hvetjum við alla til að mæta með buff til að forðast lúsasmit ef að eitthvað slíkt leynist í einhverjum kolli.

Íþróttadagur er skertur skóladagur og kl. 12:40 fara nemendur í 4. - 7. bekk heim. Nemendur í 1. - 3. bekk fara allir í Skólasel sem og þeir nemendur í 4. bekk sem þar eru á skrá. Nemendur í 1. - 3. bekk sem ekki eiga vistun í Skólaseli fara heim skv. stundaskrá.

Fyrsta samvera vetrarins

samvera agust 2018Skóladagurinn í dag hófst á fyrstu samveru skólaársins. Allir nemendur og starfsfólk grunnskólans komu saman á sal þar sem við sungum saman nokkur lög. Nemendur voru margir hverjir klæddir skólapeysunni góðu og tóku hraustlega undir í söngnum.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur