Útskrift 7. bekkjar

Útskrift nemenda 7.bekk fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6. júní. Nemendur mættu prúðbúnir ásamt foreldrum sínum og lögðu til veitingar á hlaðborð. Vitnisburðir og safnmöppur voru afhentar og verðlaun voru veitt fyrir jákvæðni og félagslegar framfarir og framúrskarandi námsárangur. Starfsfólk Ártúnsskóla þakkar fyrir samveruna og óskar nemendum og fjölskyldum þeirra velfarnaðar.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur