Fullveldishátíð og skertur dagur

Á morgun, þann 30. nóvember höldum við Fullveldishátíð í skólanum. Hátíðin í ár er helguð 100 ára afmæli lýðveldisins. Viðfangsefni dagsins er þema haustsins „Vellíðan“. Dagurinn hefst á sal þar sem sungin verða nokkur góð íslensk lög og boðið upp á rammíslenskt skyr. Öll verkefni dagsins tengjast þemanu vellíðan með einum eða öðrum hætti. Nemendur fara með sínum umsjónarkennurum á milli fimm stöðva að morgninum þar sem boðið er upp á slökun, yndislestur, hreyfingu, dans og myndlistarsýningu, allt mikilvægir þættir til að efla vellíðan.

Skóla lýkur kl. 12:00. Nemendur í 4. – 7.b fara heim að loknum hádegisverði. Nemendur í 1. – 3.b fara í Skólasel. Nemendur í 1. – 4.b sem ekki eiga vistun í Skólaseli fara heim kl. 12:00.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur