Föstudagssamvera 2.ÞÓ

Nemendur í 2. ÞÓ stigu á svið á samveru á sal í dag. Tvær stúlkur úr bekknum voru fyrstar á svið og léku lag á píanó. Nemendur sýndu svo tvo leikþætti sem tengdust bókum sem lesnar voru í bekknum í haust. Það voru bækurnar ,,Sigga Vigga og börnin í bænum" og ,,Gott kvöld" eftir Áslaugu Jónsdóttur.  Nemendur stóðu sig með prýði og voru ánægðir með sýninguna og frammistöðu sína. Að sýningu lokinni var kaffisamsæti í skólastofum með aðstandendum.

 

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur