Vettvangsferð í Ljósafossstöð

Miðvikudaginn 3. október fóru nemendur í 4. – 7.bekk í vettvangsferð á sýninguna að Ljósafossstöð, elstu aflstöðina í Soginu við Úlfljótsvatn. Sýningin er gagnvirk og fengu nemendur að spreyta sig og prófa ýmis tæki og tól sem sýna orkuna í umhverfinu. Í ferðinni var líka komið við á Úlfljótsvatni þar sem nemendur fengu að leika sér á svæði skátanna og í hádeginu voru grillaðar pylsur.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur