Skólahlaup

skolahlaup 2018Á morgun, miðvikudaginn 26. september verður ólympíska skólahlaupið. Markmið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig, auka útiveru og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Gott er að hafa í huga að nemendur mæti í þægilegum hlaupafatnaði og íþróttaskóm í skólann og klæddir til útiveru. Nemendur í 1. - 3. bekk hlaupa eða ganga 2,5 km og nemendur í 4. - 7. bekk hafa val um að hlaupa/ ganga frá 2,5 km upp í 10 km.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur