Lestrarsprettur - úrslit

Árlegur lestrarsprettur skólans stóð yfir frá 1. - 22. mars þetta skólaárið og lauk fyrir páskaleyfi. Að þessu sinni var sjónum beint að ákveðnum höfundum í hverjum árgangi. Keppni á milli árganga fólst svo í því að lesa sem flestar blaðsíður. Á samveru í morgun voru niðurstöður gerðar kunnar og vinningshafar á yngra stigi voru nemendur 4. LR og á eldra stigi voru það nemendur í 5. LÓ. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og hvetjum nemendur skólans til að halda áfram að vera duglegir að lesa sér til ánægju og yndisauka.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur