Fuglarnir í skóginum - 1. bekkur

Nemendur í 1. ÞÓ hafa farið í Grenndarskóginn í vetur með fóðurköngla til að gefa þröstunum í skóginum. Nemendur hafa skemmt sér vel í útikennslunni og útbjuggu köngla með fræjum áður en haldið var af stað. Könglarnir voru svo hengdir í tré fyrir svanga skógarþresti auk þess að gefa þeim afgangs epli. Í vettvangsferðunum var einnig farið í leiki og stafróf náttúrunnar skoðað ásamt skoðunarferðum um skóginn þar sem m.a. var leitað að fuglum og hugsað út í fæðuframboð fyrir þá.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur