Dagur leikskólans 6. febrúar

Leikskóladeildin hélt hátíðlega upp á Dag leikskólans 6. febrúar með því að sleppa hópastarfi og vera með stöðvar sem börnin fóru á milli. Í boði var m.a. blöðruball, leikið með ljós og skugga og kókoskúlugerð sem börnin fengu að njóta í síðdegishressingunni. Börnin fengu að leika með leirsand, fara í hlutverkaleiki og könnunarleiki. Í síðdegishressingu var einnig boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu. Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega og voru allir mjög ánægðir með daginn

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur