Öskudagur 14. febrúar.

Miðvikudaginn 14. febrúar er öskudagur og að venju gerum við okkur glaðan dag. Það verður furðufatadagur í skólanum en öll vopn og aukahluti skiljum við eftir heima. Í tilefni dagsins er leyfilegt að koma með sparinesti, þó ekki sælgæti og gos. Dagurinn hefst á því að nemendur koma í sína heimastofu. Þá er nemendum skipt upp í 5 aldursblandaða hópa sem taka þátt í hringekju, þar sem við dönsum, syngjum og spilum.

Öskudagur er skertur dagur í grunnskólanum, við mætum á venjulegum tíma en Skóla lýkur kl. 12:10.

Að loknum hádegisverði fara allir nemendur heim nema þeir nemendur í 1. – 4.b sem eiga vistun í Skólaseli þennan dag.

oskudagur

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur