Nemendur í 4. bekk buðu upp á skemmtilega samveru

Föstudaginn 2. febrúar var 4. bekkur með samveru. Nemendur sýndu leikritin „Drengur sem elst upp með álfum“ og „Sæmundur felur sig fyrir Kölska“. Fyrra leikritið byggir á íslenskri þjóðsögu á meðan það seinna var byggt á kafla úr bókinni Púkablístran. Nemendur sýndu einnig myndband sem þeir léku í um einelti og sungu lagið Tilfinningar úr áramótaskaupinu. Nemendur 4. LR stóðu sig vel að vanda og eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu á samverunni. Eftir samveruna fengu allir nemendur sem vildu andlitsmálningu.

4.lr

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur