Aðalfundur umhverfisnefndar Ártúnsskóla

umhverfisnefnd 17 18Aðalfundur umhverfisnefndar var haldinn í dag og gekk mjög vel. Fulltrúar allra bekkja, elstu deildar leikskólans, fulltrúi foreldra og starfsstöðva skólans mættu á fundinn.

Nemendur stóðu sig mjög vel við að segja frá því góða starfi sem fer fram í umhverfismennt í Ártúnsskóla og beindu sjónum sínum sérstaklega að markmiðum umhverfissáttmálans, tóku þátt í umræðum og komu með tillögur m.a. um skólapeysurnar, föt sem verða eftir á snögum og lífsleikniþema vorannarinnar ,,Orka“.
Fulltrúi foreldra Ragnheiður Valdimarsdóttir talaði um hversu jákvætt þetta starf er, að þetta skili sér inn á heimilin og að nemendur séu fyrirmynd fyrir aðra í hverfinu.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur