Skip to content

Jólaskemmtun

Í dag voru ,,Litlu jólin“ hjá okkur í grunnskólanum. Jólaskemmtun var í höndum nemenda í 6. GS þetta árið og þau settu á svið undurfagran helgileik og jólaleikritið ,,Jólasveinarnir“ sem byggt á jólavísum Jóhannesar úr Kötlum eftir Sigrúnu Björk Cortes. Nemendur stóðu sig með prýði og allir höfðu gaman af.

Myndir frá skemmtuninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.