Skip to content

Samvinna nemenda í 1. – 4. bekk

Í dag, mánudag, hittust allir fjórir árgangarnir á yngra stigi grunnskólans og föndruðu saman með saltleir og negulnöglum inn á sal og var jólagleðin allsráðandi.  Yngsta stigið í grunnskólanum mun hittast reglulega fram að jólum og gera eitthvað skemmtilegt saman í samkennslustundum. Verkefnið er hugsað til að efla félagatengsl milli árganga og bjóða þeim fleiri gæðastundir saman.

Myndir frá vinnunni má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.