Skip to content

Hrekkjavaka

Á föstudaginn gerðum við okkur glaðan dag í skólanum og fögnuðum hrekkjavökunni. Nemendur mættu í búningum í skólann og myndir voru teknar af þeim sem vildu við grænan bakgrunn (green screen) og þær svo færðar yfir á hrekkjavökubakgrunn. Foreldrafélag skólans gaf öllum nemendum og starfsfólki bollakökur í tilefni dagsins og á föstudagskvöldið var foreldrafélagið með hrekkjavökuball fyrir börn og foreldra.

Myndir frá myndatökunni og ballinu má sjá á heimasíðu skólans.