Skip to content

Ártúnsskóli er fyrirmyndar starfsstaður

Ártúnsskóli er árið 2022 í flokki fyrirmyndarstarfsstaða Skóla- og frístundasviðs og í dag fengum við senda köku, blóm og viðurkenningarskjal.

Í tilkynnnigu frá Skóla- og frístundasviði segir: ,,Í anda Menntastefnu Reykjavíkurborgar og lærdómssamfélagsins er mikilvægt að draga fram og kynna allt það jákvæða og góða sem einkennir starfsstaði SFS. Jafnframt að auka umræðuna um mikilvægi góðra samskipta, stjórnunarhátta og uppbyggilegst starfsumhverfis. Markmiði er því fyrst og fremst að horfa til þess sem vel gengur, miðla því til annarra og læra af því“.