Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur grunnskóladeildarinnar hlupu Ólympíuhlaup ÍSÍ í vikunni. Hlaupið er í kringum Árbæjarsafn og nemendur hlaupa allt frá einum og upp í fimm hringi. Nemendur sprettu aldeilis úr spori og hlupu samtals 820 km og höfðu gaman af hreyfingunni og útiverunni.

Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Myndir frá hlaupinu má sjá í myndaalbúmi síðunnar.