Kynningarfundir árganga

Kynningarfundir í grunnskóladeild verða frá 19. – 29. september samkvæmt því skipulagi sem er hér fyrir neðan. Fundirnir eru eina kennslustund frá kl. 8:25 – 9:05. Gæsla verður í Skólaseli fyrir nemendur sem eru í 1. – 4. bekk á meðan að á fundunum stendur en nemendur í 5. – 7. bekk mæta í skólann að fundunum loknum kl. 9:05. Fundirnir verða í heimastofu árganga.
Á fundunum munu umsjónarkennarar kynna starf vetrarins og fulltrúar úr foreldrafélaginu munu koma og kynna starf félagsins.
Dagsetning | Árgangur |
Mánudagur 19. sept | 4. bekkur |
Þriðjudagur 20. sept | 1.bekkur |
Miðvikudagur 21. sept | 7. bekkur |
Fimmtudagur 22. sept | 5. bekkur |
Mánudagur 26. sept | 3. bekkur |
Þriðjudagur 27. sept | 6. bekkur |
Fimmtudagur 29. sept | 2. bekkur |