Skip to content

Gönguferð við Hvaleyrarvatn

Í dag fóru nemendur og allt starfsfólk grunnskóladeildar í gönguferð í kringum Hvaleyrarvatn. Það var blautt í veðri en engu að síður gaman og gott að komast út í náttúruna í gönguferð í nýju umhverfi. Nemendur fengu tíma til að rannsaka umhverfið og m.a. sáust köngulóarskrímsli í vatninu og fleiri furðuverur. Við mælum tvímæla laust með gönguferð á þessum fallega stað.