Skip to content

Fótboltamót FUÁ

Í gær var árlegt fótboltamót FUÁ, nemendafélagsins okkar. Þar kepptu nemendur í 4. – 7. bekk í tveimur riðlum þar sem hart var barist til síðustu stundar. Fyrsta og annað sæti fór að þessu sinni til liða 7. BÓ og prúðastaliðið var lið úr 4. IÞ.  Starfsmenn tóku líka þátt í tveimur liðum og spiluðu einn leik sem nemendur höfðu mjög gaman af að fylgjast með.

Fleiri myndir frá mótinu eru í myndaalbúmi síðunnar.