Skip to content

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Ragnheiður Gróa Elvarsdóttir nemandi í 7. bekk var í ár tilnefnd til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Ragnheiður Gróa var tilnefnd fyrir að vera framúrskarandi námsmaður, virk í félagsstarfi og jákvæður og lausnamiðaður leiðtogi. Verðlaunaafhendingin fór fram í Rimaskóla í vikunni og við óskum Ragnheiði Gróu til hamingju.