Skip to content

Samvera hjá 3.BS

Nemendur í 3. BS sáu um föstudagssamveru dagsins. Þau höfðu unnið tvö myndbönd þar sem þau bjuggu annars vegar til fótboltamyndband og hinsvegar myndband um skólastarf Ártúnsskóla þar sem spaugilegar hliðar kennara og starfsmanna voru settar á svið. Nemendur buðu svo foreldrum sínum í pálínuboð í skólastofunni sinni að dagskrá lokinni.

Myndir frá samverunni eru í myndaalbúmi síðunnar.