Skip to content

Frá hringekju á miðstigi

Á blíðviðrisdegi í síðustu viku fóru miðstigs nemendur í óvissuferð á Árbæjarsafn í ljósmyndamaraþon, einskonar ljósmyndagjörning. Þar var þeim skipt í hópa og fengu svo lista með orðum sem þau áttu í sameiningu að túlka í mynd. Í myndaalbúmi heimasíðunnar má sjá myndirnar og gaman fyrir ykkur að reyna tengja saman orð og mynd. Orðin sem unnið var með voru: rautt, hvatning, ást, hamingja, þakklæti, blár, svartur, lifandi vera, vinátta, samvinna og að lokum áttu allir að gera hópmynd.

Myndirnar má sjá í myndaalbúmi síðunnar.