Skip to content

Sumarfrístund – skráning

Skráning í sumarfrístund er hafin inn www.fristund.is þar er hægt að sjá allt það sem er í boði í hverfinu eða öðrum hverfum. Þessi slóð fer beint inn á sumarfrístundina hjá Skólaseli: https://fristund.is/namskeid/sumarfristund-skolasel.

Sumarfrístund er námskeið fyrir börn sem voru að klára 1. – 4. bekk og eru námskeiðin keyrð á vikum. Starfið í sumarfrístunni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu sem miðast við aldurshópinn. Einnig er lesið, föndrað, spilað og stuðlað að frjálsum leik. Farið er í skoðunarferðir, sundferðir og fleira.

Ef einhverjar spurningar vakna sendið endilega línu á hanna.soley.helgadottir@rvkskolar.is eða hringið í 411-7682