Skip to content

Lestrarhestar í Ártúnsskóla

Nemendur skólans eru mjög duglegir að lesa.  Skólasafnið stendur fyrir ýmsum hvatningarverkefnum í lestri og nemendur fá viðurkenningar í hverri viku á föstudagssamveru og nokkrir nemendur fengu viðurkenningu í morgun.

Í maí fara fram lesfimipróf og því mikilvægt að slá ekki slöku við í lestrinum þegar sól hækkar á lofti.

Fleiri myndir frá afhendingum viðurkenninga má sjá í myndaalbúmi síðunnar.