Skip to content

Opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar

Nemendur 4. IÞ tóku þátt í opnunarhátíð Barnamenningarhátíðarinnar í Hörpu á þriðjudaginn og höfðu gaman af.  Þar var meðal annars flutt nýtt lag hátíðarinnar sem ber heitið Þriggja tíma brúðkaup sem var samið í samstarfi við börn í 4. bekkjum í grunnskólum borgarinnar.

Nemendur grunnskólans fengu með sér heim í dag dagskrá hátíðarinnar.