Skip to content

Menningarvaka – ,,Manstu ekki eftir mér“

Skólastarf Ártúnsskóla er brotið upp með árlegum hefðum og viðburðum. Menningarvaka 12 ára nemenda er einn þessara árlegu viðburða hér í skólanum. Markmið Menningarvöku er að efla frumkvæði, sjálfstraust og félagsþroska nemenda í 7. bekk.  Í ár var sett upp afar metnaðarfull dagskrá  sem var byggð á söngleik sem ber heitið „Manstu ekki eftir mér“ og byggist á lögum Stuðmanna. Nemendur sungu, dönsuðu, útbjuggu leikmynd og auglýsingar og sáu um miðagerð og miðasölu. Þetta gerðu þau með dyggri aðstoð kennaranna sinna.

Ár hvert er aðgangseyrir látinn renna til góðgerðarmála og í ár ákváðu nemendur í 7. bekk að láta börnin í Úkraínu sem eiga um sárt að binda njóta og styrkja barnahjálp Unicef.

Myndir frá menningarvökunni eru í myndaalbúmi síðunnar.