Skip to content

Menningarvaka

Á fimmtudaginn er árleg Menningarvaka skólans. Í ár er hún í  umsjón nemenda í 7.BÓ. Nemendur verða með fjölbreytt skemmtiatriði og sýna söngleikinn ,,Manstu ekki eftir mér“ sem byggður er á lögum Stuðmanna.  Sýningin hefst kl. 18:00. Húsið opnar kl. 17:45 og aðgangseyrir fyrir alla sem eru eldri en tíu ára er 1500 kr. sem mun renna til Barnahjálpar Unicef. Börn tólf ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Nemendur 7. BÓ sýna svo söngleikinn ,,Manstu ekki eftir mér“ á föstudagssamveru daginn eftir.